Fréttir


MiFID: Gagnagrunnur um seljanleika hlutabréfa

6.7.2007

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á að Samstarfsnefnd eftirlitsaðila á evrópskum verðbréfamörkuðum, CESR (Committee of European Securities Regulators), hefur birt lista yfir seljanleika þeirra hlutabréfa sem skráð eru á skipulegan verðbréfamarkað innan Evrópska efnahagssvæðisins, í samræmi við MiFID tilskipunina (nr. 2004/39/EC, frá 21. apríl 2004).

Samkvæmt MiFID innleiðingarreglugerðinni (nr. 1287/2006, frá 10. ágúst 2006) ber viðeigandi lögbæru yfirvaldi að reikna út og birta upplýsingar um öll hlutabréf sem hafa verið tekin til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði. CESR hefur nú safnað þessum upplýsingum saman og birt á gagnagrunnsformi.

Upplýsingarnar í gagnagrunninum gera markaðsaðilum m.a. kleift að greina seljanleika hlutabréfa, en slíkt er nauðsynlegt vegna skyldu innmiðlara til að birta bindandi verðtilboð í hlutabréf sem teljast seljanleg (sbr. 27. gr. MiFID tilskipunarinnar og 28. gr. verðbréfaviðskiptalaga nr. 108/2007, sem taka gildi 1. nóvember nk). Þá munu upplýsingarnar einnig gera markaðsaðilum kleift að greina þær lotustærðir sem eru undanþegnar frá kröfum um gagnsæi fyrir viðskipti, eða þær lotustærðir sem geta fengið frestun á gagnsæisskyldu, eftir viðskipti.

Gagnagrunninn má nálgast á slóðinni: http://mifiddatabase.cesr.eu/ 

 

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica