Fréttir


Fréttir: febrúar 2013

Fyrirsagnalisti

22.2.2013 : Starfsleyfi MP banka aukið

Fjármálaeftirlitið samþykkti  þann 14. febrúar 2013, beiðni MP banka hf. um aukið starfsleyfi og var starfsleyfi félagsins endurútgefið með tilliti til þess. Hið aukna starfsleyfi fólst í heimild bankans til að stunda fjármögnunarleigu, sbr. 3. tl. 1. mgr. 20. gr. laga nr. 161/2002. Lesa meira

21.2.2013 : Drög að reglum um heilbrigða og eðlilega viðskiptahætti fjármálafyrirtækja

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 2/2013 varðandi drög að reglum um heilbrigða og eðlilega viðskiptahætti fjármálafyrirtækja. Umræðuskjalið er sent umsagnaraðilum og þeim gefinn kostur á að koma á framfæri umsögn eigi síðar en 13. mars nk. Skjalið er einnig birt á vefsíðu Fjármálaeftirlitsins og má nálgast það hér. Lesa meira

14.2.2013 : Fjármálaeftirlitið hefur lokið rannsóknum á málum tengdum bankahruninu

  Fjármálaeftirlitið hélt í dag blaðamannafund í tilefni þess að stofnunin hefur lokið rannsóknum á málum tengdum bankahruninu. Á fundinum fóru Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins og Sigurveig Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri vettvangs- og verðbréfaeftirlits Fjármálaeftirlitsins meðal annars yfir fjölda mála sem voru rannsökuð, hve mörg voru kærð til embættis sérstaks saksóknara, hve mörgum var vísað þangað og hve mörgum var lokað án frekari aðgerða.

Lesa meira

5.2.2013 : Fjármálaeftirlitið samþykkir yfirfærslu einstaks rekstrarhluta Auðar Capital hf. til Íslandsbanka hf.

Fjármálaeftirlitið samþykkti þann 18. janúar sl. yfirfærslu einstaks rekstrarhluta Auðar Capital hf., kt. 640507-0390 , til Íslandsbanka hf. , kt.491008-0160 , samkvæmt 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Um er að ræða yfirfærslu á séreignarsparnaði Auðar Capital hf., Framtíðarauði. Auglýsing um yfirfærsluna hefur verið birt í Lögbirtingablaðinu. Lesa meira

1.2.2013 : Nýjar reglur um viðbótareiginfjárliði

Samkvæmt 10. mgr. 84. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki er Fjármálaeftirlitinu heimilt að ákveða í reglum að aðrir liðir en þeir sem greindir eru í 5.-7. mgr. ákvæðisins teljist með eiginfjárgrunni fjármálafyrirtækis. Á grundvelli þessa ákvæðis voru eldri reglur um viðbótareiginfjárliði nr. 156/2005 settar og tóku þær gildi þann 26. janúar 2005. Lesa meira


Þetta vefsvæði byggir á Eplica