Fréttir


Nýjar reglur um viðbótareiginfjárliði

1.2.2013

Samkvæmt 10. mgr. 84. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki er Fjármálaeftirlitinu heimilt að ákveða í reglum að aðrir liðir en þeir sem greindir eru í 5.-7. mgr. ákvæðisins teljist með eiginfjárgrunni fjármálafyrirtækis. Á grundvelli þessa ákvæðis voru eldri reglur um viðbótareiginfjárliði nr. 156/2005 settar og tóku þær gildi þann 26. janúar 2005.

Drög að nýjum reglum um viðbótareiginfjárliði voru send í umsagnarferli til hagsmunaaðila þann 28. júní 2012 og bárust umsagnir frá tveimur aðilum. Vegna breytinga sem gerðar voru á regludrögunum í kjölfar umsagnarferlis var ákveðið að setja reglurnar aftur í umsagnarferli þann 7. nóvember sl. Síðara umsagnarferli lauk þann 21. nóvember sl. og voru nýju reglurnar birtar í Stjórnartíðindum þann 8. janúar 2013.

Nýju reglurnar fengu númerið 1250/2012 en með þeim eru innleidd tiltekin ákvæði tilskipunar nr. 2009/111/EC, sem kom út þann 16. september 2009.

FME þakkar umsagnaraðilum fyrir veittar umsagnir.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica