Fréttir


Fréttir: september 2009

Fyrirsagnalisti

29.9.2009 : Samningur um staðfestingu tilboðsyfirlita

Samkvæmt 138. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti er Fjármálaeftirlitinu heimilt að fela skipulegum verðbréfamarkaði eftirlitsverkefni samkvæmt lögunum.

24.9.2009 : Tilkynning um yfirfærslu á vátryggingastofni Sjóvár Almennra trygginga hf. til SA tryggingar hf.

Fjármálaeftirlitið hefur með bréfi dags. 22. september 2009 heimilað yfirfærslu vátryggingastofna Sjóvár Almennra trygginga hf. til SA trygginga hf. að fengnu starfsleyfi þess félags, dags. 21. september 2009. SA tryggingar hf. munu yfirtaka, frá og með 1. júní sl., öll réttindi og skyldur sem vátryggingastofninum fylgja. Hluthafar SA trygginga hf. eru Íslandsbanki hf. og SAT eignarhaldsfélag hf.

22.9.2009 : Til áréttingar vegna umfjöllunar um bankaleynd

Fram hefur komið í fréttum að Fjármálaeftirlitið telji að ákvæði laga um bankaleynd hindri ekki stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í að veita stjórnarmönnum í VR upplýsingar sem þeir hafa falast eftir.

16.9.2009 : Sjónarmið Fjármálaeftirlitsins varðandi bankaleynd

Meðal þeirra sem töluðu á nýlegri ráðstefnu um bankaleynd sem haldin var í samvinnu viðskiptaráðuneytisins og lagadeildar Háskóla Íslands var Árný J. Guðmundssdóttir, lögfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu. Yfirskrift erindisins var Bankaleynd - reglur og framkvæmd þeirra.

11.9.2009 : Ráðstefna CEIOPS 2009

Fjármálaeftirlitið vill vekja athygli á því að CEIOPS heldur sína árlegu ráðstefnu í Frankfurt þann 18. nóvember 2009.

10.9.2009 : Athugasemd vegna fullyrðingar um fyrrverandi stjórnarmann Kaupþings

Í kvöldfréttatíma Sjónvarpsins hinn 8. september síðastliðinn var talað við Margréti Kristmannsdóttur, formann Samtaka verslunar og þjónustu, sem sagði að Fjármálaeftirlitið hefði ekkert að athuga við setu fyrrverandi stjórnarmanns í Kaupþingi í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna.

7.9.2009 : Nýtt verklag við skráningu hæfra fjárfesta

Fjármálaeftirlitið vill vekja athygli á nýju verklagi við framkvæmd e. og f. liðar 9. tl. 43. gr. og 53. gr. laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti (vvl.), en eins og fram kemur í 1. mgr. 53. gr. vvl. ber Fjármálaeftirlitinu að halda skrá yfir þá einstaklinga og þau litlu og meðalstóru fyrirtæki sem það hefur viðurkennt sem hæfa fjárfesta. Skrá Fjármálaeftirlitsins er aðgengileg útgefendum verðbréfa í þeim tilgangi að bjóða hæfum fjárfestum að vera með í útboði án þess að útbúa lýsingu.

2.9.2009 : Staða lífeyrissjóðanna árið 2008

Á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins er að finna skýrslu um ársreikninga lífeyrissjóða fyrir árið 2008. Þar er jafnframt að finna excel skjal sem inniheldur talnaefni skýrslunnar.
Language


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica