Fréttir


Tilkynning um yfirfærslu á vátryggingastofni Sjóvár Almennra trygginga hf. til SA tryggingar hf.

24.9.2009

Fjármálaeftirlitið hefur með bréfi dags. 22. september 2009 heimilað yfirfærslu vátryggingastofna Sjóvár Almennra trygginga hf. til SA trygginga hf.  að fengnu starfsleyfi þess félags, dags. 21. september 2009.   SA tryggingar hf. munu yfirtaka, frá og með 1. júní sl., öll réttindi og skyldur sem vátryggingastofninum fylgja.   Hluthafar SA trygginga hf. eru Íslandsbanki hf. og SAT eignarhaldsfélag hf. 

Áformað er að heiti hins nýja vátryggingafélags verði Sjóvá - Almennar tryggingar hf. og mun félagið starfa undir því nafni.  Núverandi Sjóvá Almennar tryggingar hf. mun fá nýtt nafn, SJ Eignarhaldsfélag hf. og starfa áfram í breyttri mynd, til að sinna fjárfestingarverkefnum í eigu Sjóvár Almennra trygginga hf. og dótturfélaga þess. 

Til upplýsingar skal þess getið að skv. 4. mgr. 86. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 60/1994, munu réttindi og skyldur vátryggingataka, vátryggðra og annarra samkvæmt vátryggingasamningum halda sjálfkrafa gildi sínu við flutning vátryggingastofnsins.

Vátryggingatakar munu geta sagt upp vátryggingasamningi sínum við félagið frá þeim degi sem flutningur stofnsins er heimilaður, tilkynni þeir uppsögn sína skriflega innan mánaðar.  Frestur til uppsagna hefst við birtingu tilkynningar um yfirfærslu vátryggingastofna í Lögbirtingarblaðinu þann 24. september 2009. 

Nánari upplýsingar veitir Inga Birna Einarsdóttir hjá Fjármálaeftirlitinu. Netfang: inga@fme.is

Reykjavík, 24. september 2009

Fjármálaeftirlitið

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica