Fréttir


Fréttir: mars 2010

Fyrirsagnalisti

31.3.2010 : Námskeið vegna skýrslu um sundurliðun fjárfestinga lífeyrissjóða

Fjármálaeftirlitið efndi nýlega til námskeiðs á Grand hótel fyrir lífeyrissjóði og vörsluaðila séreignasparnaðar um sundurliðun fjárfestinga lífeyrissjóða. Námskeiðið hófst með almennri kynningu á lífeyris- og verðbréfasjóðasviði sem Halldóra Elín Ólafsdóttir sviðsstjóri annaðist. Að því loknu tóku þau Björn Z. Ásgrímsson verkfræðingur og Karen Íris Bragadóttir viðskiptafræðingur á lífeyris- og verðbréfasjóðasviði Fjármálaeftirlitsins við. Lesa meira

29.3.2010 : Fjármálaeftirlitið veitir Arctica Finance hf. starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki

Fjármálaeftirlitið hefur veitt Arctica Finance hf., kt. 540509-1820, Smáratorgi 3, 201 Kópavogi, starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki, samkvæmt 5. tl. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Lesa meira

22.3.2010 : Arev verðbréfafyrirtæki hf. fær auknar starfsheimildir

Fjármálaeftirlitið veitti Arev verðbréfafyrirtæki hf. þann 10. mars 2010 auknar starfsheimildir sem verðbréfafyrirtæki og var starfsleyfi félagsins endurútgefið með tilliti til þess. Lesa meira

15.3.2010 : Umræðuskjal um breytingar á leiðbeinandi tilmælum nr. 4/2006 um efni reglna skv. 2. mgr. 54. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki

Fjármálaeftirlitið birtir til umsagnar umræðuskjal nr. 1/2010. Umræðuskjalið er um drög að leiðbeinandi tilmælum sem ætlað er að breyta núgildandi leiðbeinandi tilmælum nr. 4/2006 um efni reglna skv. 2. mgr. 54. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Lesa meira

12.3.2010 : Undirbúningur vátryggingafélaga fyrir gildistöku Solvency II tilskipunarinnar

Evrópusambandið hefur gefið út nýja tilskipun um stofnun og starfrækslu vátryggingafélaga, nr. 2009/138/EB. Meginmarkmið hinnar nýju tilskipunar er að innleiða nýjar áhættumiðaðar gjaldþolsreglur fyrir vátryggingafélög og gengur tilskipunin í daglegu tali undir heitinu Solvency II. Innleiða þarf tilskipunina í íslenska löggjöf eigi síðar en 1. janúar 2013. Samstarfsnefnd evrópskra eftirlitsaðila á vátryggingamarkaði (CEIOPS) vinnur nú tillögur að nánari útfærslum tilskipunarákvæða sem fyrirhugað er að liggi fyrir í árslok 2011. Lesa meira

12.3.2010 : Hversu mikið var fall íslensku bankanna á heimsmælikvarða?

Jared Bibler, rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins, skrifaði nýlega grein sem birtist í Morgunblaðinu. Þar setur hann umfang falls íslenska bankakerfisins í alþjóðlegt samhengi.

Lesa meira

8.3.2010 : Athugasemd við fréttaskýringu Morgunblaðsins

Í tilefni af fréttaskýringu í Morgunblaðinu 7. mars síðastliðinn vill Fjármálaeftirlitið koma eftirfarandi á framfæri. Í umfjöllun blaðsins er ruglað saman lögbundnum reglum um stórar áhættuskuldbindingar fjárhagslega tengdra aðila og leiðbeinandi tilmælum um upplýsingagjöf um fyrirgreiðslu til venslaðra aðila. Þá kannast Fjármálaeftirlitið ekki við að fulltrúar þess hafi farið á fund i höfuðstöðvum Baugs eða að leiðbeinandi tilmælum Fjármálaeftirlitsins hafi verið breytt eftir slíkan fund.

Lesa meira

8.3.2010 : Tilkynning um afturköllun innheimtuleyfis

Fjármálaeftirlitið afturkallaði þann 12. febrúar 2010 innheimtuleyfi Veitu innheimtuþjónustu ehf., kt. 580501-2490, skv. 25. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, með vísan til breytinga á eignarhaldi félagsins og sökum þess að innheimtustarfsemi félagsins hefur verið lögð niður. Lesa meira

5.3.2010 : Upplýsingaskiptasamningar við Bresku Jómfrúareyjar og Alberta-fylki

Fjármálaeftirlitið hefur gengið frá upplýsingaskiptasamningum við Fjármálaeftirlitið á Bresku Jómfrúareyjum (The British Virgin Islands Financial Services Commission) og Verðbréfaeftirlit Alberta (Alberta Securities Commission) í Kanada. Lesa meira

4.3.2010 : Fjármálaeftirlitið hefur staðfest Sameiginlegar reglur fjármálafyrirtækja um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja

Fjármálaeftirlitinu var falið að staðfesta reglur eftirlitsskyldra aðila um skuldbreytingar og breytingar á skilmálum skuldabréfa og lánssamninga sem kunna að leiða til eftirgjafar skulda eða annarra ívilnana fyrir fyrirtæki. Var það gert með lögum nr. 107/2009 um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins. Lesa meira

3.3.2010 : Fjármálaeftirlitið skipar VBS fjárfestingarbanka hf. bráðabirgðastjórn

Fjármálaeftirlitið hefur orðið við beiðni VBS fjárfestingarbanka hf. um að skipa bankanum bráðabirgðastjórn á grundvelli 100. gr. a. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. 4. gr. laga nr. 44/2009. Lesa meira

1.3.2010 : Lilja Ólafsdóttir formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins

Lilja Ólafsdóttir héraðsdómslögmaður hefur verið skipuð formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins af efnahags- og viðskiptaráðherra í stað Dr. Gunnars Haraldssonar hagfræðings sem hefur hafið störf hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) í París. Lesa meira


Þetta vefsvæði byggir á Eplica