Fréttir


Umræðuskjal um breytingar á leiðbeinandi tilmælum nr. 4/2006 um efni reglna skv. 2. mgr. 54. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki

15.3.2010

Fjármálaeftirlitið birtir til umsagnar umræðuskjal nr. 1/2010. Umræðuskjalið er um drög að leiðbeinandi tilmælum sem ætlað er að breyta núgildandi leiðbeinandi tilmælum nr. 4/2006 um efni reglna skv. 2. mgr. 54. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Tilvitnaðar breytingar á tilmælunum snúa eingöngu að rekstrarfélögum verðbréfasjóða, en við núverandi tilmæli bætist c) liður við III. kafla, sem fjallar um viðskipti rekstrarfélaga verðbréfasjóða og verðbréfa- og fjárfestingarsjóða í rekstri þeirra við venslaða aðila. Við yfirferð reglnanna kom í ljós að nauðsynlegt var að endurskilgreina viðskipti við venslaða aðila rekstrarfélaga verðbréfasjóða auk þess sem ákvæði um kjör innlána verðbréfasjóða var bætt í tilmælin.

Umræðuskjalið hefur verið sent rekstrarfélögum verðbréfasjóða til umsagnar.

Umsagnarfrestur er til 29. mars 2010.

Nánari upplýsingar veitir: Sigurður G. Valgeirsson, sgv@fme.is, GSM: 840 3861.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica