Fréttir


Fréttir: ágúst 2014

Fyrirsagnalisti

28.8.2014 : Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins birt

Í dag birti EFTA-dómstóllinn ráðgefandi álit sitt vegna dómsmáls sem rekið er fyrir héraðsdómi Reykjavíkur gegn Íslandsbanka hf. Í málinu er deilt um hvort verðtryggingarákvæði í skuldabréfi sem gefið var út í tengslum við fasteignakaup teljist ósanngjarn samningsskilmáli þannig að því megi víkja til hliðar í skilningi a. – c. liðar í 36. gr. samningalaga nr. 7/1936, með síðari breytingum. Umrædd ákvæði komu inn í samningalögin 1995 með innleiðingu á tilskipun 93/13/EBE, um ósanngjarna skilmála í neytendasamningum.

Lesa meira

11.8.2014 : Fjármálaeftirlitið gefur út nýjar reglur

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út  reglur nr. 712/2014 um yfirfærða útlánaáhættu vegna verðbréfunar og reglur nr. 713/2014 um breytingu á reglum nr. 215/2007, um eiginfjárkröfur og áhættugrunn fjármálafyrirtækja, með síðari breytingum. Þá hafa enn fremur verið gefnar út reglur nr. 728/2014 um heimild Fjármálaeftirlitsins til að ljúka máli með sátt.

Lesa meira

7.8.2014 : Engir ágallar á málsmeðferð Fjármálaeftirlitsins

Umboðsmaður Alþingis hefur lokið athugun máls vegna ákvörðunar stjórnar Fjármálaeftirlitsins þann 11. september 2013 um að sekta nokkra einstaklinga vegna brota gegn 1. mgr. 45. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.). Eftir að hafa kynnt sér gögn málsins og skýringar Fjármálaeftirlitsins taldi umboðsmaður Alþingis ekki ástæðu til að taka málið til frekari skoðunar og tilkynnti Fjármálaeftirlitinu um lok þess með bréfi dagsettu þann 30. júní sl. Reifun á þeim atriðum sem umboðsmaður tók til skoðunar er að finna hér að neðan.

Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica