Fréttir


Fréttir: janúar 2010

Fyrirsagnalisti

27.1.2010 : Afskipti Fjármálaeftirlitsins af Sjóvá Almennum tryggingum hf.

Fjárfestingar Sjóvár Almennra trygginga hf. og lánveitingar hafa verið til ítarlegrar umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu. Vegna rannsóknarhagsmuna og þagnarskyldu getur Fjármálaeftirlitið ekki tekið afstöðu til hennar en vill þó koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri. Lesa meira

26.1.2010 : Greinasyrpa í Fréttablaðinu

Fréttablaðið hefur að undanförnu birt greinasyrpu eftir starfsmenn á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins. Höfundarnir eru Guðrún Jónsdóttir, sviðsstjóri verðbréfasviðsins, Jared Bibler, rannsakandi og Ómar Þór Ómarsson sérfræðingur.

Lesa meira

25.1.2010 : Breyting á reglum nr. 97/2004, um reikningsskil rekstrarfélaga verðbréfasjóða

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á reglum nr. 1065/2009, um breytingu á reglum nr. 97/2004, um reikningsskil rekstrarfélaga verðbréfasjóða. Lesa meira

25.1.2010 : Deloitte birtir könnun á áhrifum Solvency II tilskipunarinnar

Deloitte hefur birt til umsagnar könnun á áhrifum Solvency II tilskipunarinnar nr. 2009/138/EB. Hagsmunaaðilum er gefinn kostur á að senda athugasemdir til og með 19. febrúar nk. Lesa meira

22.1.2010 : Fjármálaeftirlitið veitir Landskilum ehf. leyfi til að fara með virkan eignarhlut í NBI hf.

Fjármálaeftirlitið hefur veitt Landskilum ehf. leyfi til að fara með virkan eignarhlut í NBI hf. fyrir hönd Landsbanka Íslands hf. Leyfið er veitt í kjölfar samnings Landsbanka Íslands hf. og íslenska fjármálaráðuneytisins, hinn 15. desember síðastliðinn, m.a. þess efnis að Landsbanki Íslands hf. gæti eignast 18,7% hlut í NBI hf. að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Lesa meira

11.1.2010 : Fjármálaeftirlitið veitir Kaupskilum ehf. leyfi til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka hf.

Fjármálaeftirlitið hefur veitt Kaupskilum ehf. leyfi til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka hf. (Arion) fyrir hönd Kaupþings banka hf (Kaupþing). Leyfið er veitt í kjölfar samnings Kaupþings og íslenska fjármálaráðuneytisins, hinn 3. september síðastliðinn, þess efnis að Kaupþing gæti eignast 87% hlut í Arion að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Lesa meira

7.1.2010 : Fjármálaeftirlitið veitir ISB Holding ehf. leyfi til að fara með virkan eignarhlut í Íslandsbanka

Fjármálaeftirlitið hefur veitt ISB Holding ehf. leyfi til að fara með virkan eignarhlut í Íslandsbanka fyrir hönd Glitnis banka hf. Leyfið er veitt í kjölfar samnings Glitnis og íslenska fjármálaráðuneytisins, hinn 13. september síðastliðinn, þess efnis að Glitnir gæti eignast 95% hlut í Íslandsbanka að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Lesa meira

7.1.2010 : CEBS gefur út endurskoðaðan ramma um eiginfjárskýrslu fjármálafyrirtækja (COREP)

CEBS gaf hinn 6. janúar sl. út endurskoðaðan ramma um eiginfjárskýrslu fjármálafyrirtækja (COREP). Lesa meira


Language


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica