Fréttir


Fréttir: janúar 2013

Fyrirsagnalisti

30.1.2013 : Námskeið um útfyllingu skýrslu um sundurliðun fjárfestinga lífeyrissjóða og annarra vörsluaðila séreignarsparnaðar

Fjármálaeftirlitið efndi til námskeiðs í flokkun fjárfestinga og útfyllingu skýrslu um sundurliðun fjárfestinga lífeyrissjóða og annarra vörsluaðila séreignarsparnaðar hinn 22. janúar síðastliðinn. Fyrirlesarar voru Halldóra E. Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri eftirlitssviðs Fjármálaeftirlitsins og Karen Íris Bragadóttir  og Arnar Jón Sigurgeirsson sem bæði eru sérfræðingar í fjárhagslegu eftirliti hjá Fjármálaeftirlitinu. Námskeiðið var vel sótt.

Lesa meira

29.1.2013 : Umræðuskjal - drög að nýrri gjaldskrá Fjármálaeftirlitsins

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 1/2013 sem er drög að nýrri gjaldskrá Fjármálaeftirlitsins. Umræðuskjalið hefur verið sent umsagnaraðilum. Hægt er að koma á framfæri umsögn eigi síðar en 19. febrúar næstkomandi. Skjalið er birt á vefsíðu Fjármálaeftirlitsins og má nálgast það hér. Lesa meira

25.1.2013 : Fjármálaeftirlitið auglýsir eftir fjármálastjóra

Fjármálaeftirlitið leitar að öflugum einstaklingi í nýtt starf fjármálastjóra. Fjármálastjóri mun bera ábyrgð á fjárhagslegum rekstri og áætlanagerð ásamt því að stýra fjármálateymi innan rekstrarsviðs. Fjármálastjóri heyrir undir framkvæmdastjóra. Auglýsinguna má sjá hér. Lesa meira

16.1.2013 : Námskeiði frestað

Vegna veikinda starfsmanna Fjármálaeftirlitsins verður því miður að fresta fyrirhuguðu námskeiði í útfyllingu skýrslu um sundurliðun fjárfestinga lífeyrissjóða og vörsluaðila lífeyrissparnaðar, sem fara átti fram á morgun 17. janúar milli kl. 14:00 og 16:00. Lesa meira

11.1.2013 : Fjármálaeftirlitið gefur út leiðbeinandi tilmæli um áhættustýringu samtryggingadeilda lífeyrissjóða og vörsluaðila séreignarsparnaðar

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2013  um áhættustýringu (eftirlitskerfi) samtryggingadeilda lífeyrissjóða og leiðbeinandi tilmæli nr. 2/2013 um áhættustýringu (eftirlitskerfi) vörsluaðila séreignarsparnaðar.

Lesa meira

10.1.2013 : Árétting vegna athugasemda í kjölfar athugunar Fjármálaeftirlitsins

Vegna athugasemda Stafa lífeyrissjóðs og fjölmiðlaumfjöllunar undanfarið um athugun Fjármálaeftirlitsins á tilteknum þáttum í starfsemi lífeyrissjóðsins, vill Fjármálaeftirlitið leiðrétta rangfærslur og misskilning samanber eftirfarandi:

Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica