Fréttir


Fjármálaeftirlitið gefur út leiðbeinandi tilmæli um áhættustýringu samtryggingadeilda lífeyrissjóða og vörsluaðila séreignarsparnaðar

11.1.2013

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2013  um áhættustýringu (eftirlitskerfi) samtryggingadeilda lífeyrissjóða og leiðbeinandi tilmæli nr. 2/2013 um áhættustýringu (eftirlitskerfi) vörsluaðila séreignarsparnaðar.

Leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2013 eru endurbætt eldri leiðbeinandi tilmæli nr. 4/2011 um áhættustýringu samtryggingadeilda lífeyrissjóða. Leiðbeinandi tilmæli nr. 2/2013 eru ný og fjalla um áhættustýringu vörsluaðila séreignarsparnaðar. Tilmælin taka gildi frá og með 1. febrúar nk. Við gildistöku þessara leiðbeinandi tilmæla falla tilmæli nr. 4/2011 úr gildi.

Í umsagnarferli tilmælanna barst fjöldi athugasemda og ábendinga sem nýttist vel við gerð þeirra. Fjármálaeftirlitið þakkar umsagnaraðilum fyrir veittar umsagnir og góða samvinnu við gerð tilmælanna.

Leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2013 má nálgast hér og leiðbeinandi tilmæli nr.  2/2013 má nálgast hér.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica