Fréttir


Fréttir: janúar 2011

Fyrirsagnalisti

21.1.2011 : Fjármálaeftirlitið hefur lagt mat á hæfi Brynju Þorbjörnsdóttur til að fara með virkan eignarhlut í Capacent Fjárfestingaráðgjöf hf.

Hinn 14. janúar sl. komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Brynja Þorbjörnsdóttir, Kalastöðum 2, 301 Akranesi, sé hæf til að fara með virkan eignarhlut allt að 20 prósentum í Capacent Fjárfestingaráðgjöf hf. Lesa meira

20.1.2011 : Veiting innheimtuleyfis

Fjármálaeftirlitið hefur veitt Skiptum hf. innheimtuleyfi samkvæmt innheimtulögum, nr. 95/2008. Innheimtuleyfi Skipta hf. tekur til frum- og milliinnheimtu gjaldfallinna peningakrafna fyrir aðra skv. a. lið 1. mgr. 3. gr. nefndra laga og innheimtu eigin peningakrafna sem aðili hefur keypt í þeim tilgangi að innheimta þær sjálfur í atvinnuskyni skv. 5. gr. sömu laga. Lesa meira

14.1.2011 : Fjármálaeftirlitið hefur lagt mat á hæfi Sigurðar Jóns Björnssonar til að fara með virkan eignarhlut í Capacent Fjárfestingaráðgjöf hf.

Hinn 7. janúar sl. komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Sigurður Jón Björnsson, Hálsaþingi 10, 203 Kópavogi, sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut allt að 20 prósentum í Capacent Fjárfestingaráðgjöf hf. Lesa meira

13.1.2011 : Forsendur iðgjalda og framkvæmd nýtrygginga í lögmæltum ökutækjatryggingum vegna bifhjóla

Nýverið athugaði Fjármálaeftirlitið (FME) forsendur iðgjaldagrundvallar og framkvæmd nýtrygginga í lögmæltum ökutækjatryggingum vegna bifhjóla hjá öllum skaðatryggingafélögum á íslenskum markaði. Lesa meira

6.1.2011 : Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands gera með sér nýjan og markvissari samstarfssamning

Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands hafa gert með sér nýjan samstarfssamning, sem kveður á um markvissara samstarf en eldri samningur. Markmið samningsins er að stuðla að heilbrigðu, virku og öruggu fjármálakerfi í landinu, þar með talið greiðslu- og uppgjörskerfum.

Lesa meira


Þetta vefsvæði byggir á Eplica