Fréttir


Fréttir: desember 2011

Fyrirsagnalisti

23.12.2011 : Jólakveðja frá Fjármálaeftirlitinu

Fjármálaeftirlitið óskar landsmönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs

Lesa meira

23.12.2011 : Kynningarfundur um skýrsluskil og upplýsingatækni í Solvency II

Í upphafi nóvember sl. hóf EIOPA, eftirlitsstofnun ESB fyrir vátryggingamarkað á evrópska efnahagssvæðinu umsagnarferli vegna skýrsluskila og opinberrar upplýsingagjafar í Solvency II. Þessi hluti væntanlegs Solvency II regluverks fyrir vátryggingafélög hefur oft verið nefndur Stoð 3 (Pillar 3) en sá hluti hefur fengið aukið vægi eftir því sem tími fram að fyrirhugaðri innleiðingu 1. janúar 2014 styttist.

Lesa meira

23.12.2011 : Fundað með regluvörðum fjármálafyrirtækja

Fjármálaeftirlitið bauð regluvörðum fjármálafyrirtækja hinn 19. desember síðastliðinn til síðdegisfundar í tilefni af útgáfu leiðbeinandi tilmæla Fjármálaeftirlitsins um stöðu og verksvið regluvörslu fjármálafyrirtækja en áður höfðu forstjóri Fjármálaeftirlitsins og framkvæmdastjóri verðbréfasviðs fundað með æðstu stjórnendum fjármálafyrirtækja í tilefni af útgáfu tilmælanna.

Lesa meira

23.12.2011 : Afturköllun á innheimtuleyfi Alskila hf.

Fjármálaeftirlitið hefur afturkallað innheimtuleyfi Alskila hf., kt. 610606-0240, skv. 25. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, vegna breytinga á  eignarhaldi félagsins en félagið heyrir nú undir eftirlit úrskurðarnefndar lögmanna, sbr. 2. mgr. 15. gr. innheimtulaga nr. 95/2008 Lesa meira

22.12.2011 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns: Lesa meira

21.12.2011 : Yfirlestur og staðfesting lýsinga hjá Fjármálaeftirlitinu

Hinn 1. janúar 2012 tekur Fjármálaeftirlitið við yfirlestri og staðfestingu lýsinga af NASDAQ OMX á Íslandi (Kauphöllinni) í samræmi við  2. mgr. 52. gr. laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti, sbr. 2. mgr. 21. gr. tilskipunar  Evrópuþings og ráðsins nr. 2003/71 um lýsingar. Lesa meira

15.12.2011 : Leiðbeinandi tilmæli um áhættustýringu samtryggingadeilda lífeyrissjóða

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út leiðbeinandi tilmæli um áhættustýringu samtryggingadeilda lífeyrissjóða nr. 4/2011. Tilmælin voru fyrst gefin út sem umræðuskjal, á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins, í maí sl. Fjöldi athugasemda og ábendinga barst frá umsagnaraðilum sem nýttist vel við endanlega útgáfu tilmælanna.

 

Lesa meira

15.12.2011 : Fjármálaeftirlitið gefur út upplýsingastefnu

Ein af þremur meginstoðum í stefnu Fjármálaeftirlitsins er fagleg umræða og gagnsæi.  Í samræmi við það hefur stjórn Fjármálaeftirlitsins samþykkt upplýsingastefnu fyrir stofnunina. Í upplýsingastefnunni er bæði fjallað um miðlun upplýsinga til aðila sem Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með og fjölmiðla og almennings. Upplýsingastefnan hvílir meðal annars á gagnsæisstefnu Fjármálaeftirlitsins. 

Lesa meira

12.12.2011 : Fjármálaeftirlitið gefur út leiðbeinandi tilmæli um stöðu og verksvið regluvörslu fjármálafyrirtækja

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út leiðbeinandi tilmæli um stöðu og verksvið regluvörslu fjármálafyrirtækja, nr. 5/2011.
Fjármálaeftirlitið þakkar veittar umsagnir.

Lesa meira

7.12.2011 : Athugasemd vegna fréttar Ríkisútvarpsins

Vegna fréttar Ríkisútvarpins hinn 5. desember síðastliðinn þess efnis að Fjármálaeftirlitið skoði nú viðskiptahætti nokkurra stærstu tryggingafélaga landsins vill Fjármálaeftirlitið taka fram að stofnunin staðfesti einungis við fréttamann að hafa tekið við erindi Samtaka verslunar og þjónustu sem vísað er til í fréttinni og sagði jafnframt að samtökunum yrði sent svar innan tíðar. Með svari sínu var Fjármálaeftirlitið ekki á nokkurn hátt að taka afstöðu til erindis Samtaka verslunar og þjónustu. Innihald fréttar Ríkisútvarpsins er því byggt á endursögn fréttamannsins á erindi Samtaka verslunar og þjónustu en á sér ekki stoð í svari Fjármálaeftirlitsins. Lesa meira

5.12.2011 : Samruni Byrs hf. og Íslandsbanka hf.

Með vísan til 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki veitti Fjármálaeftirlitið þann 17. október 2011 samþykki sitt fyrir samruna Byrs hf. og Íslandsbanka hf. með fyrirvara um að samrunaferlið yrði í samræmi við lög nr. 2/1995 um hlutafélög. Samruninn var samþykktur á fundi stjórnar Íslandsbanka hf. og á hluthafafundi Byrs hf. þann 29. nóvember 2011. Samruninn tekur gildi frá og með 29. nóvember 2011. Réttindum og skyldum Byrs hf. telst reikningslega lokið þann 30. júní 2011, en frá þeim degi tekur Íslandsbanki hf. við öllum réttindum og skyldum vegna Byrs hf. Lesa meira

5.12.2011 : Fjármálaeftirlitið hefur veitt Arion banka hf. leyfi til útgáfu sértryggðra skuldabréfa

Fjármálaeftirlitið veitti Arion banka hf. hinn 25. nóvember sl. leyfi til útgáfu sértryggðra skuldabréfa samkvæmt lögum nr. 11/2008 um sértryggð skuldabréf. Lesa meira

1.12.2011 : Ríkissaksóknari fellst á kæru Fjármálaeftirlitsins

Eins og fram hefur komið opinberlega kærði Fjármálaeftirlitið fyrir nokkru þá ákvörðun embættis sérstaks saksóknara að hætta rannsókn á meintum brotum á fjárfestingarheimildum fimm lífeyrissjóða sem voru í umsjá Landsbanka Íslands hf. fyrir fall bankans. Fjármálaeftirlitið hafði kært lífeyrissjóðina til embættis sérstaks saksóknara. Lesa meira

1.12.2011 : Fjármálaeftirlitinu falið eftirlit með greiðsluþjónustu

Fjármálaeftirlitið annast eftirlit með framkvæmd laga um greiðsluþjónustu nr. 120/2011, en lögin taka gildi 1. desember 2011. Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica