Fréttir


Fundað með regluvörðum fjármálafyrirtækja

23.12.2011

Fjármálaeftirlitið bauð regluvörðum fjármálafyrirtækja hinn 19. desember síðastliðinn til síðdegisfundar í tilefni af útgáfu leiðbeinandi tilmæla Fjármálaeftirlitsins um stöðu og verksvið regluvörslu fjármálafyrirtækja en áður höfðu forstjóri Fjármálaeftirlitsins og framkvæmdastjóri verðbréfasviðs fundað með æðstu stjórnendum fjármálafyrirtækja í tilefni af útgáfu tilmælanna.

barbara-reguverdirÁ fundinum, sem stóð frá 13-16, fjallaði Barbara Inga Albertsdóttir lögfræðingur um hin nýútgefnu tilmæli. Meðal annars fór hún ítarlega yfir efnislegt inntak þeirra og samspil einstakra þátta. Fundurinn var vel sóttur af regluvörðum og öðrum áhugamönnum um regluvörslu fjármálafyrirtækja. Glærur af fundinum má nálgast hér.


Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica