Verðbréfamarkaður og sjóðir

  • Bankar

Fjármálaeftirlitið hefur m.a. eftirlit með starfsemi kauphalla, skipulagðra verðbréfamarkaða, markaðstorga fjármálagerninga, verðbréfamiðstöðva, sjóðum og rekstrarfélögum sjóða og upplýsingaskyldu útgefenda í samræmi við 2. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 87/1998. Fjármálaeftirlitið hefur einnig eftirlit með viðskiptum á markaði með það markmið að tryggja eðlilega verðmyndun og að markaðsaðilar starfi eftir lögum og reglum.

Eftirlit með mörkuðum


Áhersluefni

Fjárfestavernd

Ákvæðum um fjárfestavernd í lögum um verðbréfaviðskipti (nr. 108/2007) er ætlað að tryggja neytendum fjármálaþjónustu að fjármálafyrirtæki ástundi eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og -venjur í verðbréfaviðskiptum í starfsemi sinni og að þau hafi trúverðugleika fjármálamarkaðarins og hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi.

MiFID II og MiFIR

Nú hefur önnur kynslóð MiFID-regluverksins litið dagsins ljós í Evrópusambandinu með útgáfu nýrrar tilskipunar og reglugerðar, MiFID II og MiFIR. Það eru höfuðgerðir hins endurskoðaða regluverks. Fjármálaeftirlitið tekur á móti fyrirspurnum vegna innleiðingar MiFID II og MiFIR.

Lýsingar

Almennt útboð og taka verðbréfa til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði er háð því að lýsing hafi verið gefin út. Lýsing er samheiti yfir skjal eða skjöl sem gefa þarf út vegna almenns útboðs verðbréfa eða töku verðbréfa til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði.

EMIR

Þann 1. október 2018 tóku gildi lög nr. 15/2018, með þeim öðlast reglugerð Evrópusambandsins (ESB) nr. 648/2012 frá 4. júlí 2012 um OTC-afleiður, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár (almennt EMIR), lagalegt gildi á Íslandi.Þetta vefsvæði byggir á Eplica