Miðlægt geymslukerfi

Fjármálaeftirlitið ber, sbr. 36 gr. laga um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu nr. 20/2021, ábyrgð á varðveislu upplýsinga sem birtar eru opinberlega í samræmi við ákvæði laganna. Skulu upplýsingarnar varðveittar með rafrænum hætti í miðlægu geymslukerfi.

Til að uppfylla þessa skyldu sína hefur Fjármálaeftirlitið gert samning við NASDAQ Iceland um afnot af hugbúnaði til notkunar fyrir miðlægt geymslukerfi. Samningurinn nær einnig til þjónustu og reksturs á kerfinu sem uppfylla skal kröfur Evrópusambandsins til öryggisþátta og aðgengis sbr. tilmæli Evrópusambandsins frá 11. október 2007.

Netslóð geymslukerfisins er http://www.oam.is/

Þjónustuborð:

Netfang: operator@nasdaq.com

Sími: +46 8 405 6410

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica