Fréttir


Fréttir: október 2010

Fyrirsagnalisti

29.10.2010 : Fjármálaeftirlitið gefur út leiðbeinandi tilmæli um hæfi lykilstarfsmanna

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út leiðbeinandi tilmæli um hæfi lykilstarfsmanna fyrirtækja á fjármálamarkaði sem er beint til allra eftirlitsskyldra aðila. Í tilmælunum er bent á að í nýjum lögum um fjármálafyrirtæki eru nýmæli er varða lykilstarfsmenn fjármálafyrirtækja, einkum varðandi viðskipti fyrirtækjanna við þá svo sem lánveitingar, starfslokasamninga og önnur kjör. Engin ákvæði hafa þó verið lögfest er varða hæfi lykilstarfsmanna en Fjármálaeftirlitið telur nauðsynlegt að með svipuðum hætti sé gætt að hæfi þeirra og að hæfi stjórnarmanna og framkvæmdastjóra fyrirtækja á fjármálamarkaði.

Lesa meira

27.10.2010 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns: 1. Frá Bâloise Vie Luxembourg S.A. til Bâloise Europe Vie S.A. Lesa meira

18.10.2010 : Tilkynning um afturköllun starfsleyfis fjármálafyrirtækis

Fjármálaeftirlitið afturkallaði þann 1. október 2010, starfsleyfi ALMC hf. (áður Straums-Burðaráss fjárfestingabanka), kt. 701086-1399, sem viðskiptabanka, þar sem fyrirtækið var tekið til slita skv. XII. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. 6. tölul. 1. mgr. 9. gr. sömu laga. Lesa meira

15.10.2010 : Fjármálaeftirlitið veitir Arion banka hf. heimild til að eiga og fara með virkan eignarhlut í Valitor hf.

Arion banki hf. óskaði eftir heimild til að auka virkan eignarhlut sinn í Valitor hf. óbeint í gegnum hlutdeild sína í Valitor Holding hf., sbr. 40. gr. laga um fjármálafyrirtæki. Fjármálaeftirlitið telur Arion banka hæfan til að eiga og fara með eignarhlutinn m.a. með tilliti til heilbrigðs og trausts reksturs Valitor. Lesa meira

8.10.2010 : Fjármálaeftirlitið athugar skilmála ábyrgðartrygginga í atvinnurekstri

Nýverið athugaði Fjármálaeftirlitið skilmála ábyrgðartrygginga í atvinnurekstri og skoðaði sérstaklega í því samhengi hvernig reynsla vátryggingafélaga hefur verið af ákvæðum í slíkum skilmálum sem takmarka ábyrgð vegna tjóns á munum í vörslu vátryggðs. Lesa meira

4.10.2010 : Dreifibréf um uppgjör í kjölfar riftunar á kaupleigusamningum á bifreiðum

Fjármálaeftirlitið sendi út dreifibréf í ágúst og september þar sem fjallað var um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti við framkvæmd uppgjörs í kjölfar riftunar á kaupleigusamningum á bifreiðum.

Lesa meira


Þetta vefsvæði byggir á Eplica