Fréttir


Fréttir: október 2018

Fyrirsagnalisti

23.10.2018 : Kynning á viðmiðunarreglum EBA um stjórnarhætti fjármálafyrirtækja

Kynning á viðmiðunarreglum EBA um stjórnarhætti fjármálafyrirtækja fór fram í húsakynnum Fjármálaeftirlitsins þann 17. október sl. Kynningin var vel sótt og mættu yfir 100 starfsmenn og stjórnarmenn fjármálafyrirtækja. Hrafnhildur S. Mooney, sérfræðingur í stjórnarháttum, kynnti nýjar viðmiðunarreglur EBA um innri stjórnarhætti fjármálafyrirtækja og Berglind Helga Jónsdóttir, lögfræðingur, kynnti nýjar viðmiðunarreglur EBA/ESMA um mat á hæfi stjórnar, framkvæmdastjóra og lykilstarfsmanna fjármálafyrirtækja

Lesa meira

23.10.2018 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Hér með tilkynnist um yfirfærslu vátryggingastofns frá Aviva Life And Pensions UK Limited til Friends First Life Assurance Designated Activity Company. Fyrirhuguð yfirfærsla eru í samræmi við tilkynningu dags. 16. október 2018 frá breska fjármálaeftirlitinu Prudential Regulation Authority.

Lesa meira

15.10.2018 : Kynning á viðmiðunarreglum EBA um stjórnarhætti fjármálafyrirtækja 17. október nk.

Á miðvikudaginn 17. október kl. 8:30-10:00 fer fram kynning á viðmiðunarreglum EBA um innri stjórnarhætti og sameiginlegum viðmiðunarreglum ESMA og EBA um mat á hæfi stjórnarmanna, framkvæmdastjóra og lykilstarfsmanna í húsakynnum Fjármálaeftirlitsins að Katrínartúni 2, 3. hæð.

Lesa meira

11.10.2018 : Vinna hafin við að sameina Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið

Vinna er hafin við að sameina Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið og hefur frétt þess efnis verið birt á vef forsætisráðuneytis og fjármála- og efnahagsráðuneytis. Í fréttinni kemur fram að ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins hafi ákveðið að hefja endurskoðun lagaumgjarðar um peningastefnu, þjóðhagsvarúð og fjármálaeftirlit. 

Lesa meira

9.10.2018 : Tilkynning um óbreyttan sveiflujöfnunarauka

Fjármálaeftirlitið tilkynnti í dag um óbreyttan sveiflujöfnunarauka í samræmi við tilmæli fjármálastöðugleikaráðs frá 5. október 2018.

Lesa meira

4.10.2018 : Innheimturáðgjöf ehf. hefur afsalað innheimtuleyfi sínu

Innheimturáðgjöf ehf., kt. 460410-0450, hefur afsalað innheimtuleyfi sínu, sbr. b-lið 1. mgr. 17. gr. a innheimtulaga nr. 95/2008. Fjármálaeftirlitið staðfesti afsal innheimtuleyfis Innheimturáðgjafar ehf. þann 12. september 2018. Í samræmi við framangreint verður tilkynning um afsal starfsleyfis Innheimturáðgjafar ehf. birt í Lögbirtingarblaði.

Lesa meira

4.10.2018 : Olaf Forberg hefur lagt inn starfsleyfi sitt til miðlunar vátrygginga

Olaf Forberg  hefur lagt inn starfsleyfi sitt til miðlunar vátrygginga, sbr. 1. mgr. 36. gr. laga nr. 32/2005 um miðlun vátrygginga. Fjármálaeftirlitið staðfesti innlögn starfsleyfis Olaf Forberg þann 12. september 2018.  Í samræmi við framangreint hefur Fjármálaeftirlitið fellt Olaf út af vátryggingamiðlaraskrá og verður tilkynning um innlögn starfsleyfis birt í Lögbirtingablaði.

Lesa meira

1.10.2018 : Áhrif gildistöku EMIR reglugerðarinnar á Íslandi

Í dag taka gildi lög nr. 15/2018 um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár. Þar með öðlast reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 um OTC-afleiður, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár gildi. Sú reglugerð hefur einnig verið kölluð „European Market Infrastructure Regulation“ eða „EMIR“ 

Lesa meira

1.10.2018 : Annað tölublað Fjármála 2018 komið út

Annað tölublað Fjármála 2018 er komið út og er blaðið óvenju efnismikið að þessu sinni. Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, skrifar greinina: Áratugur frá hruni – Umbætur í starfi Fjármálaeftirlitsins og verkefnin framundan, Jón Ævar Pálmason, sérfræðingur í áhættugreiningu fjallar um uppgjör lífeyrissjóða og áskoranir. Þeir Guðmundur Örn Jónsson og Kristján Ólafur Jóhannesson, sérfræðingar í áhættugreiningu, skrifa greinina Basel III: Lokaskrefin í nýjum staðli. Þá fjallar Hjálmar Stefán Brynjólfsson, lögfræðingur á sviði yfirlögfræðings, um PSD2 og tæknistaðlana sem varða framtíðina. Loks skrifar Bjarni Magnússon, sérfræðingur í fjárhagslegu eftirliti, um hvort hluthafastefnur íslenskra fagfjárfesta hafi breyst á síðustu árum.

Lesa meira


Þetta vefsvæði byggir á Eplica