Fréttir


Fréttir: mars 2012

Fyrirsagnalisti

27.3.2012 : Samruni Alfa verðbréfa hf. við MP banka hf.

Fjármálaeftirlitið samþykkti þann 19. mars 2012 samruna Alfa verðbréfa hf. við MP banka hf. á grundvelli 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. MP banki hf. tekur við öllum réttindum og skyldum Alfa verðbréfa hf. og verða félögin sameinuð undir nafni MP banka hf.

Lesa meira

23.3.2012 : Tilkynning um yfirfærslu rekstrarhluta, sbr. 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki

Þann 22. mars 2012 samþykkti Fjármálaeftirlitið yfirfærslu tiltekins rekstrarhluta Landsvaka hf., kt. 700594-2549, til Landsbréfa hf., kt. 691208-0520, sbr. 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Um er að ræða rekstur tíu verðbréfasjóða, þriggja fjárfestingarsjóða og átta fagfjárfestasjóða. Yfirfærslan mun eiga sér stað 31. mars nk. Lesa meira

21.3.2012 : Fjármál – nýtt vefrit Fjármálaeftirlitsins kemur út

Fjármálaeftirlitið hefur hafið útgáfu á vefriti sem hlotið hefur nafnið Fjármál. Í þessu fyrsta eintaki Fjármála er að finna ávarp Unnar Gunnarsdóttur, starfandi forstjóra, og þrjár greinar. Þar er fjallað um rannsóknir Fjármálaeftirlitsins á aðdraganda bankahrunsins, gengistryggða láns- og eignarleigusamninga lánastofnana og úttekt á áhættustýringu og stjórnarháttum stóru viðskiptabankanna þriggja.

Lesa meira

16.3.2012 : Upplýsingar breyta ekki fyrra mati

Þegar dómur Hæstaréttar frá 15. febrúar 2012, í máli sem varðaði endurútreikning á gengistryggðu láni, lá fyrir taldi Fjármálaeftirlitið að niðurstaða hans myndi ekki ógna fjármálastöðugleika. Lesa meira

9.3.2012 : Fjármálaeftirlitið hefur sett reglur nr. 222/2012 og nr. 232/2012 um breytingu á reglum nr. 215/2007

Fjármálaeftirlitið hefur sett reglur nr. 222/2012 um breytingu á reglum nr. 215/2007, um eiginfjárkröfur og áhættugrunn fjármálafyrirtækja, með síðari breytingum, sem birtar voru í Stjórnartíðindum hinn 6. mars sl. Reglurnar má nálgast hér. Lesa meira

9.3.2012 : Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Saga Capital hf. gegn Fjármálaeftirlitinu

Þann 5. mars 2012 féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Saga Capital hf. gegn Fjármálaeftirlitinu. Málið höfðaði Saga Capital til að fá ákvörðun Fjármálaeftirlitsins, um að afturkalla starfsleyfi félagsins sem lánafyrirtæki, ógilda með dómi. Niðurstaða dómsins var að sýkna Fjármálaeftirlitið af kröfum Saga Capital og stendur því ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um afturköllun á starfsleyfi félagsins. Lesa meira
Unnur-Gunnarsdottir,-starfandi-Forstjori-Fjarmalaeftirlitsins

5.3.2012 : Við höldum ótrauð okkar striki

Atburðarásin í Fjármálaeftirlitinu að undanförnu, með tilheyrandi umræðu, er mér tilefni eftirfarandi hugleiðingar, ekki síst ýmsar fullyrðingar á opinberum vettvangi um gang mála og afleiðingar þeirra sem eru misvísandi eða í versta falli hrein fjarstæða.

Lesa meira

1.3.2012 : Vegna dóms Hæstaréttar Íslands frá 15. febrúar 2012 í máli nr. 600/2011

Með vísan til þeirrar réttaróvissu sem upp er komin varðandi endurreikning á gengistryggðum láns- og eignarleigusamningum, sbr. dóm Hæstaréttar frá 15. febrúar sl. í máli nr. 600/2011, hefur Fjármálaeftirlitið beint neðangreindu til lánastofnana, lánastofnana sem stýrt er af slitastjórn og dótturfélaga lánastofnana í slitameðferð (eftirleiðis lánastofnanir).

Lesa meira

1.3.2012 : Yfirlýsing stjórnar Fjármálaeftirlitsins 1. mars 2012

Stjórn Fjármálaeftirlitsins hefur í dag kynnt Gunnari Þ. Andersen, forstjóra stofnunarinnar, þá ákvörðun sína að segja upp ráðningarsamningi hans. Þetta er gert að vandlega athuguðu máli og eftir að stjórnin hefur kannað ítarlega gögn og rök í málinu. Lesa meira


Þetta vefsvæði byggir á Eplica