Fréttir


Fréttir: maí 2011

Fyrirsagnalisti

24.5.2011 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna: 1. Frá AXA Wealth Limited til Winterthur Life UK Limited og frá Winterthur Life UK Limited til AXA Wealth Limited. Lesa meira

23.5.2011 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna: 1. Frá National Westminster Life Assurance Limited og Royal Scottish Assurance Plc. til Aviva Life & Pensions UK Limited. Lesa meira

20.5.2011 : Drög að leiðbeinandi tilmælum um áhættustýringu verðbréfasjóða

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út til umsagnar drög að leiðbeinandi tilmælum um áhættustýringu verðbréfasjóða, umræðuskjal nr. 5/2011. Þetta eru fyrstu heildstæðu tilmælin sem Fjármálaeftirlitið gefur út um framangreint efni og er þeim ætlað að ná til áhættustýringar verðbréfa- og fjárfestingarsjóða.

Lesa meira

19.5.2011 : MP banki hæfur til að fara með virkan eignarhlut

Fjármálaeftirlitið komst að þeirri niðurstöðu þann 6. maí sl. að MP banki hf., kt. 540502-2930, Ármúla 13a, 108 Reykjavík (áður nb.is - sparisjóður hf,) sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut, allt að 100% eignarhlut, í Júpíter rekstrarfélagi hf., 520506-1010, og allt að 50% eignarhlut í GAM Management hf., kt. 530608-0690, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Lesa meira

6.5.2011 : Viðurlagamál hjá Fjármálaeftirlitinu frá ársbyrjun 2009 orðin 167

Fjármálaeftirlitið hefur vísað 65 málum til embættis sérstaks saksóknara frá ársbyrjun 2009. Á sama tíma hefur fjórtán málum verið vísað til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra og sex til Ríkissaksóknara. Lesa meira

6.5.2011 : Drög að leiðbeinandi tilmælum um áhættustýringu hjá lífeyrissjóðum

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út til umsagnar drög að leiðbeinandi tilmælum um áhættustýringu hjá lífeyrissjóðum, umræðuskjal nr. 3/2011. Þetta eru fyrstu heildstæðu tilmæli sem Fjármálaeftirlitið gefur út um ofangreint efni og er þeim ætlað að ná til samtryggingadeilda lífeyrissjóða en geta að flestu leyti einnig náð til séreignasjóða.

Lesa meira

2.5.2011 : Afkoma vátryggingafélaga á árinu 2010

Samanlagður hagnaður skaðatryggingafélaga á árinu 2010 var um 4,1 ma.kr. Þar af hagnaðist Viðlagatrygging sem er ríkisstofnun sem starfar samkvæmt sérlögum og býr við sveiflukennda starfsemi, um rúma 2,1 ma.kr. Sé horft framhjá Viðlagatryggingu er hagnaður skaðatryggingafélaga rétt um 2 ma.kr. Hagnaður af vátryggingastarfsemi var 2,6 ma.kr. en hins vegar var tap af fjármálastarfsemi sem nam tæpum 600 m.kr. Helsta ástæða þess taps eru gjöld vegna matsbreytinga á fjárfestingum sem samanlagt námu tæpum 2 ma.kr. á árinu.

Lesa meira


Þetta vefsvæði byggir á Eplica