Fréttir


Viðurlagamál hjá Fjármálaeftirlitinu frá ársbyrjun 2009 orðin 167

6.5.2011

Fjármálaeftirlitið hefur vísað 65 málum til embættis sérstaks saksóknara frá ársbyrjun 2009. Á sama tíma hefur fjórtán málum verið vísað til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra og sex til Ríkissaksóknara. Stjórnvaldssektum hefur verið beitt ellefu sinnum á þessu tímabili og févíti eða dagsektum einu sinni. Þá hafa verið gerðar 58 sáttir og tólf sinnum hafa verið gerðar athugasemdir. Viðurlagamál á tímabilinu eru í því í heild orðin 167.

 

Viðurlagamál hjá Fjármálaeftirlitinu

 

2009

 

2010

 

2011

 

Öll árin

Vísað til embættis sérstaks saksóknara

35

16

14

65

 Vísað til efnahagsbrotadeildar

3

10

1

14

Vísað til Ríkissaksóknara

5

1

0

6

Stjórnvaldssektir

5

6

0

11

Févíti/dagsektir

1

0

0

1

Sáttir

49

9

0

58

Athugasemdir

1

9

2

12

Alls

99

51

17

167

Fjármálaeftirlitið stórefldi á síðasta ári rannsóknarhóp sinn sem sinnir athugunum á mögulegum brotum í tengslum við bankahrunið og bætti níu starfsmönnum við hann, flestum á síðari hluta ársins. Hópurinn vinnur í nánu samstarfi við embætti sérstaks saksóknara. Ein ástæða þess að ráðist var í þessa stækkun var fjölgun starfsmanna embættis sérstaks saksóknara. Mikilvægt var að stækka rannsóknarhóp Fjármálaeftirlitsins svo stofnunin gæti lokið rannsókn mála tímanlega.

Skýrt hefur verið frá því opinberlega að stefnt sé að því að öllum málum verði lokið hjá embætti sérstaks saksóknara fyrir árslok 2014. Því er mikilvægt að Fjármálaeftirlitið hafi afl til að ljúka sínum þætti rannsóknanna nokkuð hratt.

Nánari upplýsingar veitir Sigurður G. Valgeirsson, sgv@fme.is, S: 520-3700 og farsími: 840 3861.                                                                                  

Til baka

Language


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica