Fréttir


Fréttir: júlí 2013

Fyrirsagnalisti

23.7.2013 : Endurgreiðsla umframeftirlitsgjalds

Fjármálaeftirlitið innheimti umframeftirlitsgjald hjá 22 lánastofnunum í lok árs 2010 vegna vinnu við greiningar á áhrifum gengistryggðra lána á stöðu viðskiptabanka, sparisjóða og lánafyrirtækja. Lesa meira

16.7.2013 : Fjármálaeftirlitið setur reglur um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti

Fjármálaeftirlitið hefur sett reglur nr. 670/2013 um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti sem birtar voru í b-deild Stjórnartíðinda þann 15. júlí 2013.
Lesa meira

12.7.2013 : Dómur héraðsdóms Reykjavíkur í máli Stapa lífeyrissjóðs gegn Fjármálaeftirlitinu

Þann 8. júlí sl. kvað héraðsdómur Reykjavíkur upp dóm í máli Stapa lífeyrissjóðs gegn Fjármálaeftirlitinu þar sem stofnunin var sýknuð af kröfu um að ákvörðun er varðaði skyldu Stapa til að hafa samning um rekstur upplýsingakerfa við hýsingaraðila þannig úr garði gerðan, að hann uppfyllti leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2005, um rekstur upplýsingakerfa eftirlitsskyldra aðila, yrði felld úr gildi. Krafa Stapa náði einnig til þess að ákvörðun um dagsektir sem FME hafði lagt á, í þeim tilgangi að knýja fram umræddar úrbætur, yrði felld úr gildi.   Dóm héraðsdóms má nálgast hér

Lesa meira

12.7.2013 : Fjármálaeftirlitið setur reglur um stórar áhættuskuldbindingar hjá fjármálafyrirtækjum

Fjármálaeftirlitið hefur sett reglur nr. 625/2013 um stórar áhættuskuldbindingar hjá fjármálafyrirtækjum. Reglurnar voru samþykktar af stjórn FME 10. júní sl. og birtust í vefútgáfu Stjórnartíðinda þann 4. júlí. Jafnframt falla úr gildi reglur nr. 216/2007 um stórar áhættuskuldbindingar hjá fjármálafyrirtækjum.

Lesa meira

10.7.2013 : Fjármálaeftirlitið birtir ársreikningabók lífeyrissjóða fyrir árið 2012

Fjármálaeftirlitið hefur birt yfirlit sitt yfir stöðu íslenskra lífeyrissjóða fyrir árið 2012. Lífeyriskerfið er öflugt en þó eru veikleikar til staðar. Lífeyrissjóðirnir eru stórir í efnahagslegu tilliti en umtalsverður halli er enn á tryggingafræðilegri stöðu þeirra. Til að draga megi úr halla í lífeyriskerfinu þyrfti að hækka iðgjöld, skerða réttindi eða hækka lífeyrisaldur, eins og komið hefur til tals og verið er að gera í mörgum af okkar nágrannalöndum. Þá hefur, fram að þessu, tekjutenging lífeyrisréttinda og almannatrygginga dregið úr vilja til lífeyrissparnaðar. Gjaldeyrishöft takmarka enn fjárfestingamöguleika lífeyrissjóðanna og möguleika þeirra til áhættudreifingar.

Lesa meira

9.7.2013 : Samruni Sparisjóðs Svarfdæla við Sparisjóð Norðurlands ses.  (áður Sparisjóð Þórshafnar og nágrennis)

Fjármálaeftirlitið samþykkti þann 4. júlí 2013 samruna Sparisjóðs Svarfdæla við Sparisjóð Norðurlands ses. á grundvelli 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki

Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica