Fréttir


Fréttir: júlí 2009

Fyrirsagnalisti

30.7.2009 : Framlenging á gildistíma yfirtökutilboðs Lur Berri Iceland ehf.

Fjármálaeftirlitinu hefur borist beiðni af hálfu Rekstrarfélags Nýja Kaupþings banka hf. f.h. sjóðanna Kaupþing ÍS-5, Kaupþing ÍS-15 og ICEQ verðbréfasjóðs, Gildi-Lífeyrissjóðs, Sameinaða Lífeyrissjóðsins og Stafir lífeyrissjóðs, um að framlengja gildistíma yfirtökutilboðs Lur Berri Iceland ehf., dags. 25. júní 2009, sem rennur út kl. 16.00 í dag. Tilefni beiðnar ofangreindra aðila er að þeir hafa krafist hluthafafundar í þeim tilgangi að ræða yfirtökutilboðið. Lesa meira

23.7.2009 : Umræðuskjöl CEIOPS vegna nýrrar tilskipunar um vátryggingastarfsemi

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á umræðuskjölum CEIOPS sem hægt er að nálgast á heimasíðu þess. Um er að ræða tillögur að ráðgjöf til Framkvæmdastjórnar ESB vegna nánari útfærslu á nýrri tilskipun um vátryggingastarfsemi (svokallaðri Solvency II tilskipun) sem samkomulag náðist um á Evrópuþinginu 22. apríl sl. Hagsmunaaðilum gefst kostur á að gera athugasemdir við efni ráðgjafarinnar. Lesa meira

20.7.2009 : Upplýsingar um hagnað og arðgreiðslur vátryggingafélaga vegna áranna 2006-2008

Vegna fréttaflutnings í fjölmiðlum síðastliðna helgi um arðgreiðslur vátryggingafélaga og hlutfall þeirra af hagnaði, telur Fjármálaeftirlitið rétt að birta upplýsingar um hagnað og arðgreiðslur þriggja stærstu vátryggingafélaganna vegna áranna 2006-2008.

Lesa meira

20.7.2009 : Fjármálagerningar gefnir út milli gömlu og nýju bankanna eigi síðar en þann 14. ágúst 2009

Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að fjármálagerningar um uppgjör vegna ráðstöfunar eigna og skulda gömlu bankanna til nýju bankanna skulu gefnir út af hálfu aðila eigi síðar en þann 14. ágúst 2009. Lesa meira

17.7.2009 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns Sjóvár-Almennra trygginga hf. kt. 701288-1739 til SA trygginga hf. (nýtt og óskráð félag)

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á auglýsingu sem birtist í Lögbirtingablaðinu 9. júlí sl. vegna fyrirhugaðrar yfirfærslu vátryggingastofns Sjóvár-Almennra trygginga hf. til SA trygginga hf., nýs félags sem taka mun við vátryggingarekstri Sjóvár-Almennra trygginga. Texti auglýsingarinnar er svohljóðandi: Lesa meira

16.7.2009 : Samanlagt tap innlendu skaðatryggingafélaganna tæpir 50 milljarðar króna árið 2008

Innlendu skaðatryggingafélögin (vátryggingafélög í annarri starfsemi en líftryggingastarfsemi) töpuðu samanlagt 49,6 ma.kr. á síðasta ári. Til samanburðar var samanlagður hagnaður félaganna 20,3 ma.kr. árið 2007.

Lesa meira

9.7.2009 : Athugasemd við ummæli

Þór Sigfússon, fyrrum forstjóri Sjóvár-Almennra trygginga hf. segir í viðtali við Vísi hinn 7. júlí síðastliðinn: "Allar fjárfestingar voru gerðar í samræmi við Fjármálaeftirlitið sem fékk öll gögn í hendurnar varðandi fjárfestingar Sjóvár." Lesa meira

8.7.2009 : Vegna umfjöllunar um málefni tengd Sjóvá-Almennum tryggingum hf.

Vegna umfjöllunar fjölmiðla um mál sem Fjármálaeftirlitið hafði til rannsóknar og sneri m.a. að Sjóvá-Almennum tryggingum hf. telur Fjármálaeftirlitið rétt að fram komi að málinu var vísað til embættis sérstaks saksóknara samkvæmt ákvörðun stjórnar Fjármálaeftirlitsins þann 25. mars sl. Lesa meira

3.7.2009 : Fjármálaeftirlitið skipar SPM bráðabirgðastjórn

Með vísan til 100 gr. a. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, eins og þeim var breytt með lögum nr. 44/2009, skipar Fjármálaeftirlitið þriggja manna bráðabirgðastjórn sem fer ein með sömu heimildir að lögum og eftir samþykktum sparisjóðsins og stjórn og fundur stofnfjáreigenda Sparisjóðs Mýrasýslu hefði ella haft á hendi Lesa meira

1.7.2009 : Skýrsluskil um framkvæmd innheimtustarfsemi

Fjármálaeftirlitið fer með almennt eftirlit með því að aðilar tilgreindir í 1. mgr. 16. gr. innheimtulaga nr. 95/2008 fari að innheimtulögum, sbr. 15. gr. laganna. Lesa meira


Þetta vefsvæði byggir á Eplica