Fréttir


Umræðuskjöl CEIOPS vegna nýrrar tilskipunar um vátryggingastarfsemi

23.7.2009

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á umræðuskjölum CEIOPS sem hægt er að nálgast á heimasíðu þess. Um er að ræða tillögur að ráðgjöf til Framkvæmdastjórnar ESB vegna nánari útfærslu á nýrri tilskipun um vátryggingastarfsemi (svokallaðri Solvency II tilskipun) sem samkomulag náðist um á Evrópuþinginu 22. apríl sl. Hagsmunaaðilum gefst kostur á að gera athugasemdir við efni ráðgjafarinnar.

Viðbót við áður birt umræðuskjal 37 fjallar um verklag sem eftirlitsstjórnvöld skulu fylgja við samþykki á innra líkani til útreiknings gjaldþolskröfu hjá samstæðum.

Umræðuskjal 39 fjallar um besta mat vátryggingaskuldar.

Umræðuskjal 40 fjallar um skilgreiningu á áhættulausum vaxtaferli.

Umræðuskjal 41 fjallar um við hvaða aðstæður reikna ber vátryggingaskuld í einu lagi.

Umræðuskjal 42 fjallar um áhættuálag í vátryggingaskuld.

Umræðuskjal 43 fjallar um gæði gagna til notkunar við útreikning á vátryggingaskuld.

Umræðuskjal 44 fjallar um mat á áhættu vegna gjaldþrots mótaðila í útreikningi vátryggingaskuldar.

Umræðuskjal 45 fjallar um einföldun á staðalaðferðum við útreikning vátryggingaskuldar.

Umræðuskjal 46 fjallar um flokkun og notkunarmöguleika á eiginfjárliðum.

Umræðuskjal 47 fjallar um mat á markaðsáhættu í staðalformúlu fyrir gjaldþolskröfu (SCR).

Umræðuskjal 48 fjallar um mat á skaðatryggingaáhættu í staðalformúlu fyrir gjaldþolskröfu (SCR).

Umræðuskjal 49 fjallar fjallar um mat á líftryggingaáhættu í staðalformúlu fyrir gjaldþolskröfu (SCR).

Umræðuskjal 50 fjallar fjallar um mat á heilsutryggingaáhættu í staðalformúlu fyrir gjaldþolskröfu (SCR).

Umræðuskjal 51 fjallar fjallar um mat á heilsutryggingaáhættu í staðalformúlu fyrir gjaldþolskröfu (SCR).

Umræðuskjal 52 fjallar um heimildir til notkunar á endurtryggingum og verðbréfun endurtrygginga til lækkunar á gjaldþolskröfu.

Umræðuskjal 53 fjallar um mat á rekstraráhættu í staðalformúlu fyrir gjaldþolskröfu (SCR).

Umræðuskjal 54 fjallar um hvernig möguleiki vátryggingafélags á að stýra stærð vátryggingaskuldar í gegnum samninga um ágóðahlutdeild hefur áhrif á staðalformúlu fyrir gjaldþolskröfu (SCR).

Umræðuskjal 55 fjallar um útreikning á lágmarksgjaldþoli (MCR).

Umræðuskjal 56 fjallar um próf og staðla vegna samþykkis eftirlitsstjórnvalda á innra líkani til notkunar við útreikning gjaldþolskröfu.

Umræðuskjal 57 fjallar um viðbótargjaldþolskröfu (capital add-on).

Umræðuskjal 58 fjallar um upplýsingagjöf vátryggingafélaga til eftirlitsstjórnvalda og opinbera upplýsingagjöf vátryggingafélaga.

Umræðuskjal 59 fjallar um tilhögun þóknana og umbunar hjá vátryggingafélögum.

Umræðuskjal 60 fjallar um mat á gjaldþoli samstæðna.

Umræðuskjal 61 fjallar um viðskipti innan samstæðu og samþjöppun áhættu.

Umræðuskjal 62 fjallar um samvinnu og samstarfsnefndir eftirlitsstjórnvalda.

Skjölin 25 má nálgast á vefsíðu EIOPA..


Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica