Fréttir


Fréttir: maí 2014

Fyrirsagnalisti

28.5.2014 : Ársfundur Fjármálaeftirlitsins 2014 haldinn í dag

Ársfundur Fjármálaeftirlitsins var haldinn í Salnum í Kópavogi nú síðdegis. Á fundinum var Ársskýrsla Fjármálaeftirlitsins 2014 kynnt. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, ávarpaði fundinn. Aðrir ræðumenn voru Halla Sigrún Hjartardóttir, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins og Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins. 

Lesa meira

28.5.2014 : Fjármálaeftirlitið gefur út leiðbeinandi tilmæli um aðskilnað starfssviða

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út leiðbeinandi tilmæli nr. 4/2014  um aðskilnað starfssviða.

Lesa meira

27.5.2014 : Ársfundur Fjármálaeftirlitsins 2014

Ársfundur Fjármálaeftirlitsins 2014 verður haldinn á morgun, miðvikudaginn 28. maí klukkan 16:00 í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs. Lesa meira

23.5.2014 : Tilmæli um áhættustýringu og starfssvið tryggingastærðfræðings hjá vátryggingafélögum

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út ný leiðbeinandi tilmæli um áhættustýringu og starfssvið tryggingastærðfræðings hjá vátryggingafélögum. Hluti tilmælanna er byggður á grunni leiðbeinandi tilmæla Fjármálaeftirlitsins nr. 1/2011 um áhættustýringu vátryggingafélaga en gerðar eru á þeim nokkrar breytingar. Lesa meira

22.5.2014 : Umræðuskjöl ESMA vegna innleiðingar MiFID II og MiFIR

Fjármálaeftirlitið vill vekja athygli á því að ESMA (Verðbréfamarkaðseftirlit Evrópu) hefur birt á heimasíðu sinni umræðuskjöl sem lúta að útfærslum við innleiðingu MiFID II og MiFIR. Hægt er að koma ábendingum á framfæri við ESMA til 1. ágúst nk. Lesa meira

16.5.2014 : Fræðslufundur fyrir regluverði útgefenda á skipulegum verðbréfamarkaði

Fjármálaeftirlitið hélt fræðslufund fyrir regluverði útgefenda hinn 14. maí síðastliðinn. Fundurinn var vel sóttur af regluvörðum og öðrum starfsmönnum útgefenda. Á dagskrá fundarins voru breytingar sem framundan eru á löggjöf sem varðar verðbréfamarkaðinn, meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja sem og upplýsingaskylda útgefenda. Fyrirlesarar voru Elsa Karen Jónasdóttir, Inga Dröfn Benediktsdóttir og Páll Friðriksson, starfsmenn vettvangs- og verðbréfaeftirlitssviðs. Lesa meira

15.5.2014 : Breyttar skiladagsetningar á skýrslum vegna CRD IV

Fjármálaeftirlitið hefur, á grundvelli tillagna SFF, ákveðið að gera breytingar á tímaáætlun innleiðingar tæknistaðals um gagnaskil sem fylgja mun CRD IV löggjöfinni. Sem kunnugt er ráðgerir Fjármálaeftirlitið að skil á eiginfjárskýrslum (COREP) hefjist í prófunarumhverfi þann 30. september 2014 nk. Sú dagsetning hefur ætíð verið viðmiðunardagsetning fyrir prófunarumhverfi, en viðmiðunardagsetningin fyrir skil í raunumhverfi er 31. mars 2015. Til að gefa fjármálafyrirtækjum aukinn tíma til að koma gagnaskilum á XBRL form hefur Fjármálaeftirlitið ákveðið að fresta nokkrum skiladagsetningum í upphaflegu áætluninni um upptöku tæknistaðalsins. Lesa meira

9.5.2014 : Uppfærsla á Skýrsluskilakerfi FME

Fjármálaeftirlitið hefur unnið að uppfærslu á Skýrsluskilakerfi FME og tekur útgáfa 2.0 af Skýrsluskilakerfinu við af eldri útgáfu kerfisins föstudaginn 9. maí nk..

Lesa meira

7.5.2014 : Drög að reglum um heimild Fjármálaeftirlitsins til að ljúka máli með sátt

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 9/2014 með drögum að reglum um heimild Fjármálaeftirlitsins til að ljúka máli með sátt. Lesa meira

7.5.2014 : Fjármálaeftirlitið heimilar viðskipti á ný með skuldabréfaflokka Íbúðalánasjóðs

Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að heimila aftur viðskipti með alla skuldabréfaflokka Íbúðalánasjóðs sem teknir hafa verið til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq OMX Iceland hf. þar sem útgefandinn hefur birt opinberlega tilkynningu um tillögur verkefnisstjórnar um framtíð húsnæðismála.

Lesa meira

7.5.2014 : Fjármálaeftirlitið heimilar viðskipti á ný með ETF-sjóðinn Landsbréf-LREAL

Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að heimila aftur viðskipti með ETF-sjóðinn Landsbréf-LREAL sem rekinn er af Landsbréfum hf. þar sem Íbúðalánasjóður hefur birt opinberlega tilkynningu um tillögur verkefnisstjórnar um framtíð húsnæðismála.

Lesa meira

6.5.2014 : Tímabundin stöðvun viðskipta

Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að stöðva tímabundið viðskipti með alla skuldabréfaflokka Íbúðalánasjóðs sem teknir hafa verið til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq OMX Iceland hf.

Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins er tekin til að vernda jafnræði fjárfesta.

Beðið er eftir tilkynningu frá útgefanda.

Lesa meira

6.5.2014 : Tímabundin stöðvun viðskipta með ETF-sjóðinn Landsbréf-LREAL

Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að stöðva tímabundið viðskipti með ETF-sjóðinn Landsbréf-LREAL sem rekinn er af Landsbréfum hf. í ljósi eignasamsetningar sjóðsins í dagslok 5. maí 2014 og stöðvunar viðskipta með skuldabréfaflokka Íbúðalánasjóðs.

Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins er tekin til að vernda jafnræði fjárfesta.

Lesa meira

5.5.2014 : European Risk Insurance Company hf.

Fjármálaeftirlitið afturkallaði starfsleyfi European Risk Insurance Company hf. (ERIC) þann 12. febrúar 2014 og skipaði í kjölfarið skilastjórn yfir félaginu. Skilastjórnin hefur unnið í samvinnu við breska tryggingainnistæðusjóðinn (Financial Services Compensation Scheme, FSCS) en félagið hefur greitt í sjóðinn vegna starfsemi sinnar í Bretlandi. FSCS mun á næstunni hefja útgreiðslu þeirra tjóna sem heimildir þeirra ná til.

Lesa meira


Þetta vefsvæði byggir á Eplica