Fréttir


Tilmæli um áhættustýringu og starfssvið tryggingastærðfræðings hjá vátryggingafélögum

23.5.2014

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út ný leiðbeinandi tilmæli um áhættustýringu og starfssvið tryggingastærðfræðings hjá vátryggingafélögum. Hluti tilmælanna er byggður á grunni leiðbeinandi tilmæla Fjármálaeftirlitsins nr. 1/2011 um áhættustýringu vátryggingafélaga en gerðar eru á þeim nokkrar breytingar.

Breytingarnar eru fyrst og fremst til komnar vegna leiðbeinandi tilmæla EIOPA um stjórnkerfi (e. Guidelines on System of Governance), en samkvæmt Solvency II tilskipuninni er áhættustýring ein af grunnstoðum stjórnkerfis vátryggingafélaga.
Tilmælin innihalda til viðbótar ákvæði um starfssvið tryggingastærðfræðings sem er önnur af grunnstoðum stjórnkerfis vátryggingafélaga samkvæmt Solvency II. Loks má nefna ákvæði um gagnaskil, en á árinu 2015 munu vátryggingafélög skila hluta af þeim gögnum sem beðið verður um í Solvency II á XBRL-formi. Mikilvægt er að undirbúningur þeirra skila hefjist sem fyrst.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica