Fréttir


Fréttir: febrúar 2012

Fyrirsagnalisti

24.2.2012 : Umræðuskjal um drög að reglum um útreikning á aðlöguðu gjaldþoli vátryggingafélaga

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 2/2012 um drög að reglum um útreikning á aðlöguðu gjaldþoli vátryggingafélaga. Nýjum reglum er ætlað að koma í stað reglugerðar viðskiptaráðherra nr. 954/2001 um útreikning á aðlöguðu gjaldþoli vátryggingafélaga, í samræmi við heimild í 6. mgr. 31. gr. laga nr. 56/2010 um vátryggingastarfsemi. Markmiðið er að samræma viðbótareftirlit með vátryggingafélögum í vátryggingasamstæðu við reglur FME nr. 920/2008 um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum. Munu þá sömu reglur gilda um viðbótareftirlit, hvort sem vátryggingafélag er hluti af vátryggingasamstæðu eða fjármálasamsteypu.

Lesa meira

22.2.2012 : Athugasemd Fjármálaeftirlitsins vegna ummæla umboðsmanns skuldara

Í tilefni umfjöllunar í Kastljósi mánudaginn 20. febrúar og einkum vegna viðtals við umboðsmann skuldara um málefni Dróma hf., Frjálsa fjárfestingarbankann og Spron vill Fjármálaeftirlitið taka eftirfarandi fram.

Lesa meira

22.2.2012 : Athugasemd vegna fréttar Stöðvar 2 og Vísis

Í tilefni fréttar Stöðvar 2 og Vísis í gærkveldi þar sem sagt var að formaður efnahags og viðskiptanefndar Alþingis hefði í þrígang beðið Fjármálaeftirlitið að reikna út áhrif gengislánadóms Hæstaréttar áður en hann féll vill Fjármálaeftirlitið árétta eftirfarandi: Umrædd ósk formanns efnahags- og viðskiptanefndar laut einungis að því að stofnunin myndi meta áhrif þess á fjármálakerfið ef dómur Hæstaréttar yrði í samræmi við niðurstöðu fræðigreinar Ásu Ólafsdóttur, lektors við lagadeild HÍ, sem birtist í nýjasta tölublaði Úlfljóts. Lesa meira

18.2.2012 : Álitsgerð Ástráðs og Ásbjörns

Meðfylgjandi er greinargerð um athugun sem Ásbjörn Björnsson, löggiltur endurskoðandi, og Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður unnu að ósk stjórnar FME um hæfi forstjóra stofnunarinnar (sjá hér).  Á þremur stöðum er strikað yfir upplýsingar sem trúnaður skal ríkja um, lögum samkvæmt.

Lesa meira

16.2.2012 : Fjármálastöðugleika ekki ógnað

Í ljósi dóms Hæstaréttar frá 15. febrúar 2012 í máli sem varðaði endurútreikning á gengistryggðu láni vill Fjármálaeftirlitið koma því á framfæri að fjármálastöðugleika er ekki ógnað.

Lesa meira


Þetta vefsvæði byggir á Eplica