Fréttir


Umræðuskjal um drög að reglum um útreikning á aðlöguðu gjaldþoli vátryggingafélaga

24.2.2012

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 2/2012 um drög að reglum um útreikning á aðlöguðu gjaldþoli vátryggingafélaga. Nýjum reglum er ætlað að koma í stað reglugerðar viðskiptaráðherra nr. 954/2001 um útreikning á aðlöguðu gjaldþoli vátryggingafélaga, í samræmi við heimild í 6. mgr. 31. gr. laga nr. 56/2010 um vátryggingastarfsemi. Markmiðið er að samræma viðbótareftirlit með vátryggingafélögum í vátryggingasamstæðu við reglur FME nr. 920/2008 um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum. Munu þá sömu reglur gilda um viðbótareftirlit, hvort sem vátryggingafélag er hluti af vátryggingasamstæðu eða fjármálasamsteypu.

 Umræðuskjalið má sjá hér

Til baka

Language


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica