Fréttir


Umræðuskjal um drög að reglum um útreikning á aðlöguðu gjaldþoli vátryggingafélaga

24.2.2012

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 2/2012 um drög að reglum um útreikning á aðlöguðu gjaldþoli vátryggingafélaga. Nýjum reglum er ætlað að koma í stað reglugerðar viðskiptaráðherra nr. 954/2001 um útreikning á aðlöguðu gjaldþoli vátryggingafélaga, í samræmi við heimild í 6. mgr. 31. gr. laga nr. 56/2010 um vátryggingastarfsemi. Markmiðið er að samræma viðbótareftirlit með vátryggingafélögum í vátryggingasamstæðu við reglur FME nr. 920/2008 um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum. Munu þá sömu reglur gilda um viðbótareftirlit, hvort sem vátryggingafélag er hluti af vátryggingasamstæðu eða fjármálasamsteypu.

 Umræðuskjalið má sjá hér

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica