Fréttir


Uppfærsla á Skýrsluskilakerfi FME

9.5.2014

Fjármálaeftirlitið hefur unnið að uppfærslu á Skýrsluskilakerfi FME og tekur útgáfa 2.0 af Skýrsluskilakerfinu við af eldri útgáfu kerfisins föstudaginn 9. maí nk.. 

Helstu breytingar sem koma með uppfærslunni eru: 

  • Betri aðgangsstýringar fyrir notendur fjármálafyrirtækja 
  • Einföldun á viðmóti 
  • Bætt öryggi kerfisins 
  • aðrar minniháttar lagfæringa 

Fyrirhugað er að setja uppfært kerfi í loftið föstudaginn 9. maí 2014, því má gera ráð fyrir að skýrsluskilakerfið geti verið niðri frá 08:00 föstudaginn 9. maí og fram eftir degi. 

Vinsamlegast hafið samband í gegnum netfangið hjalp@fme.is ef upp koma spurningar vegna uppfærslunnar.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica