Fréttir


Fjármálaeftirlitið heimilar viðskipti á ný með ETF-sjóðinn Landsbréf-LREAL

7.5.2014

Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að heimila aftur viðskipti með ETF-sjóðinn Landsbréf-LREAL sem rekinn er af Landsbréfum hf. þar sem Íbúðalánasjóður hefur birt opinberlega tilkynningu um tillögur verkefnisstjórnar um framtíð húsnæðismála.

Viðskipti með hlutdeildarskírteini sjóðsins voru stöðvuð fyrir opnun markaða hinn 6. maí 2014 í ljósi eignasamsetningar sjóðsins í dagslok 5. maí 2014 og stöðvunar viðskipta með skuldabréfaflokka Íbúðalánasjóðs. Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins var tekin til að vernda jafnræði fjárfesta.

Sjá má tilkynningu um stöðvun viðskiptanna hér: http://www.fme.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/frettir/nr/2064.

Til baka

Language


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica