Fréttir


Fjármálaeftirlitið skipar SPM bráðabirgðastjórn

3.7.2009

Með vísan til 100 gr. a. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, eins og þeim var breytt með lögum nr. 44/2009, skipar Fjármálaeftirlitið þriggja manna bráðabirgðastjórn sem fer ein með sömu heimildir að lögum og eftir samþykktum sparisjóðsins og stjórn og fundur stofnfjáreigenda Sparisjóðs Mýrasýslu hefði ella haft á hendi, sbr. þó 4. tl. 2. mgr. 101. gr. laganna.

Í bráðabirgðastjórn Sparisjóðs Mýrasýslu eru skipuð:
• Sigurður R. Arnalds, hrl., formaður    
• Jón Haukur Hauksson, hdl.      
• Margrét Gunnlaugsdóttir, hdl.     

Nánari upplýsingar til fjölmiðla veitir Sigurður G. Valgeirsson, sgv@fme.is, S: 525-2700 og farsími: 8403861.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica