Fréttir


Athugasemd vegna fréttar Ríkisútvarpsins

7.12.2011

Vegna fréttar Ríkisútvarpins hinn 5. desember síðastliðinn þess efnis að Fjármálaeftirlitið skoði nú viðskiptahætti nokkurra stærstu tryggingafélaga landsins vill Fjármálaeftirlitið taka fram að stofnunin staðfesti einungis við fréttamann að hafa tekið við erindi Samtaka verslunar og þjónustu sem vísað er til í fréttinni og sagði jafnframt að samtökunum yrði sent svar innan tíðar. Með svari sínu var Fjármálaeftirlitið ekki á nokkurn hátt að taka afstöðu til erindis Samtaka verslunar og þjónustu. Innihald fréttar Ríkisútvarpsins er því byggt á endursögn fréttamannsins á erindi Samtaka verslunar og þjónustu en á sér ekki stoð í svari Fjármálaeftirlitsins.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica