Fréttir


Námskeið vegna skýrslu um sundurliðun fjárfestinga lífeyrissjóða

31.3.2010

Fjármálaeftirlitið efndi nýlega til námskeiðs á Grand hótel fyrir lífeyrissjóði og vörsluaðila séreignasparnaðar um sundurliðun fjárfestinga lífeyrissjóða. Námskeiðið hófst með almennri kynningu á lífeyris- og verðbréfasjóðasviði sem Halldóra Elín Ólafsdóttir sviðsstjóri annaðist. Að því loknu tóku þau Björn Z. Ásgrímsson verkfræðingur og Karen Íris Bragadóttir viðskiptafræðingur  á lífeyris- og verðbréfasjóðasviði Fjármálaeftirlitsins við.

Halldóra gaf í inngangi sínum yfirlit yfir þá starfsmenn sviðsins sem fjalla um lífeyrismál og útskýrði ábyrgðarmannakerfi Fjármálaeftirlitsins þar sem hver sjóður og vörsluaðili hefur sinn tengilið innan lífeyris- og verðbréfasjóðasviðs Fjármálaeftirlitsins. Hún útskýrði jafnframt áherslur Fjármálaeftirlitsins varðandi skýrsluskil. Þau Björn Z. og Karen Íris fóru því næst meðal annars yfir uppbyggingu skýrslunnar og skýrðu ýmis atriði varðandi útfyllingu hennar. Farið var yfir dæmi og ákveðin atriði sem algengt er að vefjist fyrir þeim aðilum sem koma að útfyllingu skýrslunnar.

Fundargestir komu með ýmsar ábendingar og spurningar á fundinum sem sérfræðingar lífeyris- og verðbréfasjóðasviðsins leituðust við að svara.  

Glærur frá fundinum ásamt spurningum sem fram komu og svörum við þeim má nálgast hér.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica