Fréttir


Á grundvelli nýsettra laga grípur Fjármálaeftirlitið inn í rekstur Glitnis til að tryggja áframhaldandi viðskiptabankastarfsemi á Íslandi

7.10.2008

  • Bankainnlán á Íslandi eru að fullu tryggð, eins og ríkisstjórnin hefur lýst yfir
  • Útibú bankans á Íslandi, þjónustuver, hraðbankar og netbankar eru opnir
  • Aðgerðirnar eru gerðar til að tryggja eðlilega bankastarfsemi innanlands

 

Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að nýta heimild Alþingis með vísan til laga nr. 125/2008, um sérstakar aðstæður á fjármálamarkaði, sem samþykkt voru á Alþingi þann 6. október. Fjármálaeftirlitið hefur skipað skilanefnd sem tekur við öllum heimildum stjórnar Glitnis.

 

Þetta er gert til að tryggja fullnægjandi innanlandsstarfsemi bankans og stöðugleika íslensks fjármálakerfis.

 

Eins og ríkisstjórnin hefur lýst yfir eru innstæður í innlendum viðskiptabönkum, sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi tryggðar að fullu. Útibú bankans á Íslandi, þjónustuver, hraðbankar og netbankar eru opnir. Stefnt er að því að viðskiptavinir bankans finni sem minnst fyrir breytingum.

 

Það er mat Fjármálaeftirlitsins að þessi aðgerð sé nauðsynlegt fyrsta skref til þess að ná markmiðum nýsettra laga og til að tryggja eðlilega bankastarfsemi innanlands og öryggi innstæðna á Íslandi.

 

Eftirfarandi aðilar hafa verið skipaðir í skilanefnd:

 

Árni Tómasson, formaður, lögg.endurskoðandi,

Heimir Haraldsson, lögg.endurskoðandi,

Steinunn Guðbjartsdóttir, hrl.,

Sverrir Örn Þorvaldsson, framkvæmdastjóri áhættustýringar,

Ágúst Hrafnkelsson, innri endurskoðandi.

Ákvörðunina er hægt að lesa hér.

Nánari upplýsingar til fjölmiðla veita Íris Björk Hreinsdóttir, iris@fme.is, S. 525-2700 eða GSM: 869-2733 og Úrsúla Ingvarsdóttir, ursula@fme.is, S: 5252700 eða GSM: 821-4860.

 
Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica