Fréttir


Reglur um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum

1.10.2008

Þróun á fjármálaþjónustu á undanförnum  árum hefur leitt til myndunar fjármálasamsteypa sem bjóða þjónustu á mismunandi sviðum fjármálamarkaðar og starfa oft þvert yfir landamæri.

Reglur um eftirlit með fjármálaþjónustufyrirtækjum á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) snúa fyrst og fremst að einstökum tegundum fyrirtækja s.s. lánastofnunum, vátryggingafélögum og verðbréfafyrirtækjum. Áður en tilskipun nr. 2002/87/ESB var samþykkt höfðu sameiginlegar reglur EES ekki mælt fyrir um samstæðueftirlit með fjármálafyrirtækjum og vátryggingafélögum, sem eru hluti af slíkum samsteypum, s.s. hvað varðar gjaldþol og áhættusamþjöppun á vettvangi samsteypunnar, viðskipti innan hennar, aðferðir við innri áhættustjórnun og kröfur til stjórnenda.

Vegna alþjóðlegrar starfsemi  margra fjármálasamsteypa þarf aukið samstarf milli þeirra yfirvalda sem bera ábyrgð á eftirliti með fjármálafyrirtækjum og vátryggingafélögum.  Í þeim tilvikum mæla EES reglur fyrir um sérstakt samstarf eftirlitsaðila.

Fjármálaeftirlitið hefur nú látið birta í B-deild Stjórnartíðinda reglur um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum. Reglurnar taka til viðbótareftirlits með eftirlitsskyldum aðilum á fjármálamarkaði, sem falla undir lög um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 og lög um vátryggingastarfsemi nr. 60/1994, og eru hluti af fjármálasamsteypu. Reglurnar taka jafnframt til móðurfélaga fjármálasamsteypa eftir því sem nánar er mælt fyrir um.  Að meginstefnu fjalla reglurnar um tilgreiningu fjármálasamsteypu, umfang viðbótareftirlits með fjármálasamsteypum, eftirlit með fjárhagsstöðu fjármálasamsteypa og samskipti eftirlitsstjórnvalda innan og utan EES.

Reglurnar má nálgast hér.

Nánari upplýsingar til fjölmiðla veita Íris Björk Hreinsdóttir, iris@fme.is, S. 525-2700 eða GSM: 869-2733 og Úrsúla Ingvarsdóttir, ursula@fme.is, S: 5252700 eða GSM: 821-4860.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica