Fréttir


Samruni Straums fjárfestingabanka hf. og MP banka hf.

23.6.2015

Fjármálaeftirlitið samþykkti þann 22. júní 2015 samruna Straums fjárfestingabanka hf. við MP banka hf. á grundvelli 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. MP banki tekur við öllum réttindum og skyldum Straums fjárfestingabanka og verða fjármálafyrirtækin sameinuð undir nafni MP banka. Samruninn tekur gildi frá og með 29. júní 2015.

Auglýsing varðandi samrunann verður birt í Lögbirtingablaði, sbr. 6. mgr. 106. gr. laga  um fjármálafyrirtæki.

Fjármálaeftirlitið veitir frekari upplýsingar sé þess óskað.

Til baka

Language


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica