Fréttir


Heildarniðurstöður ársreikninga fjármálafyrirtækja o.fl. 2014 - Uppfærð frétt

30.6.2015

Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman skýrslu með heildarniðurstöðum ársreikninga ársins 2014 hjá fjármálafyrirtækjum, þ.e. viðskiptabönkum, sparisjóðum, lánafyrirtækjum (einu nafni lánastofnanir), verðbréfafyrirtækjum, verðbréfamiðlunum, rekstrarfélögum verðbréfasjóða, ásamt upplýsingum um heildareignir verðbréfa- og fjárfestingarsjóða í rekstri einstakra rekstrarfélaga og heildareignir fagfjárfestasjóða í rekstri rekstrarfélaga og annarra rekstraraðila. Jafnframt eru nánar tilteknar upplýsingar um greiðslustofnanir og innlánsdeildir samvinnufélaga.

Athugasemd Fjármálaeftirlitsins 2. júlí 2015
Umfang útlána til viðskiptavina var ekki rétt í skýrslu með heildarniðurstöðum ársreikninga fjármálafyrirtækja o.fl. 2014 sem birt var á vef Fjármálaeftirlitsins 30. júní 2015. Mistökin má rekja til breytinga á aðferðum Fjármálaeftirlitsins við samantekt gagna fyrir skýrsluna og er beðist velvirðingar á þeim. Leiðrétt útgáfa skýrslunnar hefur nú verið birt á vef Fjármálaeftirlitsins.


Til baka

Language


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica