Fréttir


Varðandi fyrirspurnir um Finanzas Forex

8.9.2008

Fjármálaeftirlitið vill taka eftirfarandi fram vegna fjölda fyrirspurna sem því hefur borist er varðandi fyrirtækið Finanzas Forex:

Finanzas Forex (höfuðstöðvar skráðar í Panama) býður fjárfestum m.a. að fjárfesta í gegnum vefsíðu sína í gjaldeyrissjóðum, sem að sögn félagsins, eiga að skila háum vöxtum, allt að 20% á mánuði, án mikillar áhættu. Þá býður félagið meðlimum möguleika á að fá aukatekjur og bónusa fyrir að kynna félagið fyrir öðrum hugsanlegum fjárfestum.

Fjármálaeftirlitið hefur hvorki veitt Finanzas Forex leyfi til að sinna starfsemi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 né er kunnugt um að fyrirtækið hafi slíkt starfsleyfi innan EES.  Af þeim sökum telst félagið ekki fjármálafyrirtæki og lýtur ekki reglulegu eftirliti Fjármálaeftirlitsins.

Rétt er að taka fram að eingöngu fyrirtæki með starfsleyfi sem fjármálafyrirtæki er heimilt að taka við fjármunum frá almenningi, reka verðbréfasjóð eða veita þjónustu með fjármálagerninga (s.s. afleiður eða skiptasamninga sem byggjast á gjaldmiðlum) samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti.

Nánari upplýsingar veitir Úrsúla Ingvarsdóttir, ursula@fme.is, gsm: 821-4860

Til baka

Language


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica