Fréttir


Skýrsla FME um ársreikninga fjármálafyrirtækja árið 2007

9.9.2008

Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman skýrslu með ársreikningum ársins 2007 og ýmsum samandregnum upplýsingum úr ársreikningum fyrir viðskiptabanka, sparisjóði, lánafyrirtæki (einu nafni lánastofnanir), verðbréfafyrirtæki og verðbréfamiðlanir og rekstrarfélög verðbréfasjóða ásamt verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum.

Í skýrslunni má finna ýmsar upplýsingar sem lúta að íslenskum fjármálamarkaði, sem dæmi má nefna:

  • Heildareignir samstæða 36 lánastofnana í árslok 2007 námu alls 13.194 ma.kr.
  • Samanlagður hagnaður samstæða lánastofnana á árinu 2007 nam alls 173,3 ma.kr.
  • Samanlagðar heildareignir verðbréfa- og fjárfestingarsjóða í árslok 2007 námu alls 682 ma.kr.
  • Stöðugildi hjá fjármálafyrirtækjum (móðurfélög) í árslok 2007 voru alls 5.890.
  • Fjöldi afgreiðslustaða viðskiptabanka og sparisjóða var 157 í árslok 2007.

Efni skýrslunnar er að hluta til sambærilegt því sem birt hefur verið í fyrri skýrslum Fjármálaeftirlitsins um sama efni.

Hægt er að hlaða skýrslunni niður í heild sinni hér.

Nánari upplýsingar veita:
Ragnar Hafliðason, aðstoðarforstjóri, ragnar@fme.is og Úrsúla Ingvarsdóttir, ursula@fme.is, gsm: 821 4860.

Til baka

Language


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica