Fréttir


Fjármálaeftirlitið annast eftirlit með framkvæmd laga um útgáfu og meðferð rafeyris

15.3.2013

Fjármálaeftirlitið annast eftirlit með framkvæmd laga um útgáfu og meðferð rafeyris nr. 17/2013, en lögin sem sjá má hér taka gildi þann 1. apríl næstkomandi.

Í lögunum eru skilgreindir þeir aðilar sem teljast til rafeyrisfyrirtækja en samkvæmt lögunum skulu þeir aðilar sem hyggjast vera útgefendur rafeyris, aðrir en lánastofnanir, Seðlabanki Evrópu, seðlabankar ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu og stjórnvöld, afla sér starfsleyfis sem rafeyrisfyrirtæki. Fjármálaeftirlitið veitir rafeyrisfyrirtækjum starfsleyfi samkvæmt lögunum og annast eftirlit með þeim.

Vakin er athygli á því að með gildistöku laga um útgáfu og meðferð rafeyris eru m.a. gerðar nokkrar breytingar á lögum nr. 120/2011 um greiðsluþjónustu og lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.
Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica