Fréttir


Umræðuskjal um drög að reglum um breytingu á reglum nr. 55/2000, um ársreikninga lífeyrissjóða

6.2.2007

FME hefur gefið út umræðuskjal nr. 4/2007 um drög að reglum um breytingu á reglum nr. 55/2000, um ársreikninga lífeyrissjóða. Í breytingatillögunni felst að skuldabréf sem skráð eru á skipulegum verðbréfamarkaði og hafa þar virka verðmyndun verði færð á markaðsverði í stað kaupverðs. Með breytingunni yrðu reikningsskil lífeyrissjóða færð í átt til alþjóðlegra reikningsskilastaðla sem gera ráð fyrir að eignir séu almennt færðar á gangverði sé það fyrir hendi. Gert er ráð fyrir að breytingin gildi frá og með árinu 2007. Umræðuskjalið er sent Landssamtökum lífeyrissjóða, Fjármálaráðuneytinu, Seðlabanka Íslands og Félagi löggiltra endurskoðenda til umsagnar. Umræðuskjalið er jafnframt birt á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins. Umsagnarfrestur er til 14. mars 2007.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica