Fréttir


FME veitir SPRON Verðbréfum hf. aukið starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki

1.2.2007

Fjármálaeftirlitið veitti SPRON Verðbréfum  hf., þann 30. janúar 2007, aukið starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki og var starfsleyfi félagsins endurútgefið með tilliti til nýrra starfsheimilda.

Starfsleyfi til SPRON Verðbréfa hf. var fyrst gefið út þann 10. febrúar 2006 og náði þá til móttöku og miðlun fyrirmæla frá viðskiptavinum um einn eða fleiri fjármálagerninga og framkvæmd slíkra fyrirmæla fyrir reikning þriðja aðila skv. lið 6a í 3. gr. laga nr. 161/2002, eignastýringu skv. lið 6b í 3. gr. sömu laga, sbr. lið 1a og c í 25. gr. sömu laga og til tiltekinna þjónustuþátta skv. 2. tl. 25. gr. laganna.

Til viðbótar við ofangreinda þjónustuþætti tekur endurútgefið starfsleyfi SPRON Verðbréfa hf. til heimildar til að hafa umsjón með útboðum verðbréfa, sbr. liður 6d í 3. gr. ofangreindra laga, sbr. lið 1e í 25. gr. laganna. Einnig tekur starfsleyfið til  starfsemi skv. liðum a-d og f-h í 2. tl. 25. gr. sömu laga.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica