Fréttir


Aðvaranir til fjárfesta á vef Fjármálaeftirlitsins

7.3.2011

Fjármálaeftirlitið birtir reglulega á vef sínum aðvaranir erlendra fjármálaeftirlita  þar sem varað er við starfsemi fyrirtækja sem ekki hafa starfsleyfi eða leyfi til að veita þjónustu fjármálafyrirtækja. Í febrúarmánuði síðastliðnum voru þessar aðvaranir 54.

Sjá má aðvaranir Fjármálaeftirlitsins til fjárfesta á eftirfarandi slóð: https://www.iosco.org/investor_protection/?subsection=investor_alerts_portal.


Fjármálaeftirlitið minnir á að kynning eða sala á fjárfestingarkostum til almennings á Íslandi er starfsleyfisskyld. Mikilvægt er að fjárfestar gangi úr skugga um að fyrirtæki hafi slíkt leyfi með því að hafa samband við Fjármálaeftirlitið eða fara á heimasíðu þess. Þá skiptir jafnan miklu að vera tortryggin gagnvart óumbeðnum tilboðum eða fjárfestingarmöguleikum sem virðast of góðir til að vera sannir, óháð því með hvaða sniði þeir kunna að vera eða hvaðan þeir eiga uppruna sinn að rekja.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica