Fréttir


Kínverska vátryggingaeftirlitið heimsækir Fjármálaeftirlitið

7.5.2008

Þann 2. maí sl. komu fulltrúar vátryggingaeftirlitsins í Kína (China Insurance Regulatory Commission - CIRC) ásamt fulltrúum frá kínverska sendiráðinu á Íslandi í heimsókn til Fjármálaeftirlitsins. Tilgangur fundarins var að kynna fyrir fulltrúum kínverska eftirlitsins fyrirkomulag vátryggingar varðandi náttúruhamfarir og sjótryggingar á Íslandi.

Á fundinum gerði Rúnar Guðmundsson sviðsstjóri vátryggingasviðs grein fyrir lagaumhverfi á þessu sviði á Íslandi, ásamt því að kynna starfsemi Fjármálaeftirlitsins. WU Dingfu stjórnarformaður kínverska vátryggingaeftirlitsins kynnti starfsemi þess og þróun vátryggingastarfseminnar í Kína.

Að beiðni Fjármálaeftirlitsins kynnti Ásgeir Ásgeirsson forstjóri Viðlagatryggingar Íslands starfsemi félagsins og fyrirkomulag laga um viðlagatryggingu og Hjálmar Sigþórsson framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Tryggingamiðstöðvarinnar hf. gerði grein fyrir fyrirkomulagi sjótrygginga hér á landi.

Frett.07.05.2008.Hopmynd2_Sized

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica