Fréttir


Tryggingamiðstöðin hf. fær heimild til að kaupa Íslenska endurtryggingu hf.

26.5.2008

Þann 5. maí sl. veitti Fjármálaeftirlitið Tryggingamiðstöðinni hf. heimild til þess að kaupa Íslenska endurtryggingu hf. Framgreind heimild er veitt með vísan til 39. gr. laga nr. 60/1994, um vátryggingastarfsemi.  Fyrir kaupin átti Tryggingamiðstöðin hf. 36.02% af heildarhlutafé Íslenskrar endurtryggingar hf. en á nú félagið í heild.

Starfsemi Íslenskrar endurtryggingar hf. hefur frá árinu 2000 einskorðast við að gera upp eldri endurtryggingasamninga. Í ljósi þessarar stöðu varð það nýverið að samkomulagi að helstu eigendur félagsins myndu gera tilboð í aðra eignarhluti í félaginu. Boði Tryggingamiðstöðvarinnar hf. var tekið. Auk Tryggingamiðstöðvarinnar hf. og tíu annarra aðila áttu Vátryggingafélag Íslands hf. og Sjóvá Almennar tryggingar hf. eignarhlut í félaginu.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica