Fréttir


Fjármálaeftirlitið og Háskólinn í Reykjavík undirrita samstarfssamning

29.5.2008

Fjármálaeftirlitið og lagadeild Háskólans í Reykjavík skrifuðu þann 28. maí sl. undir starfsnámssamning fyrir nemendur lagadeildar.

Hluti af meistaranámi við lagadeild Háskólans í Reykjavík getur farið fram í viðurkenndu starfsnámi og getur nemandi fengið allt að 6 einingar metnar í meistaranámi á grundvelli starfsnámssamninga lagadeildarinnar og einstakra stofnana og fyrirtækja.

Á myndinni sjást Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, Þórður S. Gunnarsson, forseti lagadeildar og Sigurður Tómas Magnússon, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík við undirritun samningsins.

Tengill á frétt á heimasíðu Háskólans í Reykjavík.

Frett.29.5.2008.Mynd

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica