Fréttir


Fjármálaeftirlitið varar við misnotkun debetkortaupplýsinga

29.2.2016

Fjármálaeftirlitinu hefur borist ábending um að tilraun hafi verið gerð til að fá viðskiptavini íslenskra fjármálafyrirtækja til að gefa upp tékkaábyrgðarnúmer debetkorts síns í síma. Líklegt er að það hafi verið gert í sviksamlegum tilgangi. Upplýsingar um tékkaábyrgðarnúmer er m.a. unnt að nota þegar greitt er á netinu eða með öðrum rafrænum hætti.

Landsbankinn hf. hefur nú þegar birt frétt vegna þessa á vefsíðu sinni þar sem skýrt er tekið fram að starfsmenn bankans hringja ekki í viðskiptavini bankans að fyrra bragði til að fá upplýsingar um kortanúmer þeirra.

Fjármálaeftirlitið hvetur viðskiptavini fjármálafyrirtækja til að gefa óviðkomandi ekki trúnaðarupplýsingar á borð við númer greiðslukorta og tékkaábyrgðarnúmer í gegnum síma eða á annan hátt.  

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica