Fréttir


Tilkynning um afturköllun starfsleyfa fjármálafyrirtækja

14.9.2010

Fjármálaeftirlitið afturkallaði þann 31. ágúst 2010, starfsleyfi SPRON Verðbréfa hf., kt. 670505-1970, sem verðbréfafyrirtæki, þar sem fyrirtækið hefur afsalað sér starfsleyfi sínu og kveðinn hefur verið upp úrskurður um slit fyrirtækisins skv. XII. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. 3. og 6. tl. 1. mgr. 9. gr. sömu laga.

Fjármálaeftirlitið afturkallaði þann 31. ágúst 2010, starfsleyfi Rekstrarfélags SPRON hf., kt. 470904-2160, sem rekstrarfélag verðbréfasjóða, þar sem fyrirtækið afsalaði sér starfsleyfi sínu, sbr. 3. tl. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.
Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica