Fréttir


Dreifibréf til lánastofnana

21.9.2010

Fjármálaeftirlitið sendi dreifibréf um meðferð rekstrar-, einka- og fjármögnunarleigusamninga til lánastofnana þann 14. september síðastliðinn. Samkvæmt dreifibréfinu er eftirfarandi beint til lánastofnananna: „Á meðan ekki hefur endanlega verið skorið úr um hvort rekstrar-, einka- og fjármögnunarleigusamningar falli undir gildissvið VI. kafla vaxtalaga og hvort þeir innihaldi óskuldbindandi gengistryggingarákvæði, skal meðferð slíkra eignaleigusamninga vera með sama hætti og umræddra kaupleigusamninga viðkomandi lánastofnana. Með öðrum orðum, að meðferð þeirra verði í samræmi við tilmæli Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands frá 30. júní sl., sem aðgengileg eru á vefsíðu Fjármálaeftirlitsins.“

Dreifibréfið í heild má lesa hér.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica