Fréttir


Fjármálaeftirlitið veitir ALM Fjármálaráðgjöf hf. starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki

20.9.2010

Fjármálaeftirlitið hefur veitt ALM Fjármálaráðgjöf hf., kt. 450809-0980, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík, starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki, samkvæmt 5. tl. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.

Starfsleyfi ALM Fjármálaráðgjafar hf. tekur til viðskipta og þjónustu með fjármálagerninga samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti sem felast í eignastýringu samkvæmt tölulið 6 c, fjárfestingarráðgjöf samkvæmt tölulið 6 d og umsjón með útboði fjármálagerninga án sölutryggingar og töku verðbréfa til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði samkvæmt tölulið 6 f í 1. mgr. 3. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.

ALM Fjármálaráðgjöf hf. hyggst í starfsemi sinni nýta starfsheimildir samkvæmt d., e. og g.lið 1. tl. og a., c., e. og g. lið 2. tl. 1. mgr. 25. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.
Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica